Heilsuvernd - 01.09.1952, Page 22

Heilsuvernd - 01.09.1952, Page 22
82 HEILSUVERND nieð steinseljusmjöri og soðnum kartöflum; gul- rótasalat, næpusalat, hvitkálsalat; grænmetisfat (hrátt grænmeti): Tómatar, gúrkur, grænkál, salat, gulrætur, kartöflur, laukur, hreðkur, blómkál; fjallagrasakaramelhibúðingur. Kl. 16 Fjallagrasate, hleytikaka með rjóma, brúnkaka, skonsur með rifnum osti og gúrku. Kl. 18% Rvöldverður: Krúska, rúgbrauð, heilhveitibrauð, ósaltað smjör, mjólkurostur, mysostur, gráðostur, mjólk; grænmetisfat eins og um hádegið. Mánudagur: Hádegisverður: Soðnar sojabaunir með grænkáls- jafningi, tómatsneiðum og kartöflum, gulrófusalat, hvítkálssalat, grænmetisfat; bygggrjónavellingur. Þriðjudagur: Bakaðar kartöflur með lauk; gulrótasalat, hvítkáls- eplasalat, grænmetisfat; ávaxtagrautur með rjóma- blandi. Miðvikudagur: Grænbaunabúðingur með steinseljusmjöri og kart- öflum; gulrótalauksalat, blöðrukálssalat, grænmet- isfat; tómatsúpa með brauði. Fimmtudagur: Sojabaunabuff með heilhveitisósu og kartöflum, rauðkáli og gulrótum; gulrótasalat, hvítkálsepla- salat, grænmetisfat; fjallagrasaeggjamjólk. Föstudagur: Blandað grænmeti bakað i ofni; gulrótakartöflu- salat, hvítkálssalat, grænmetisfat; ostsúpa með heilhveitibrauði. Laugardagur: Hvitkálsbögglar með grænkáli, lauksósu og kartöfl- um; gulrótasalat, grænkálssalat, grænmetisfat; skyr með rjómablandi. Kvöldhressing: Sveskjukaka. Eins og þessi upptalning sýnir, vantar ekki fjölbreytnina. Og hverri húsmóður er í lófa lagið, með aðstoð fyrrnefndrar matreiðslubókar og eigin hugkvæmni, að skapa æskilega tilbreytni fyrir auga og smekk á hinu daglega matborði með mjólkur- og jurtafæði einvörðungu, jafnframt því að gera matinn hollan og nærandi.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.