Heilsuvernd - 01.09.1952, Page 23

Heilsuvernd - 01.09.1952, Page 23
HEILSUVERND J. Ellis Barker: Merkileg sjúkdómssaga. Englendingurinn J. Ellis Barker er læknissonur, fæddur árið 1870. Fyrri hluta ævi sinnar átti hann við mikið heilsuleysi að stríða, sem nær hafði dregið hann til dauða. Með hreyttum lifnaðarháttum öðlaðist hann fulla heilsubót, og upp frá því tók hann að leggja stund á lestur bóka um læknisfræði og heilsufræði. Hefir hann lesið ó- grynnin öll um þau efni og mun flestum fróðari á þvi sviði. Hann hefir ritað margar bækur um heilbrigðismál og læknisfræðileg efni, þar á meðal tvær bækur um krabbamein, orsakir þess og varnir gegn því. Hinn frægi enski skurðlæknir, Sir W. Arbuthnot Lane, hefir ritað formála að ýmsum bókum Barkers, og er það til marks um álit hans á höfundinum. Eftirfarandi frásögn er úr einni bók Barkers, „Good Health and Happiness“ (Heilbrigði og hamingja), sem kom út í London 1927. Frásögn þessi er mjög lærdómsrík og sýnir betur en langar ritgerðir orsakasambandið milli lifnaðarháttanna og heilsunnar. Eg gat þess í upphafi þessarar bókar, að hún byggðist ekki aðeins á ævilöngu námi og athugun, heldur og á tals- verðri eigin reynslu. Líkami minn hefir fengið að kenna á eyðileggjandi áhrifum rangs mataræðis og rangra lifnaðar- hátta, en hann hefir einnig notið góðs af þeim miklu hags- bótum, sem hver maður getur orðið aðnjótandi, ef hann hverfur aftur til náttúrunnar. Eg hefi komizt að raun um, að hæfileiki líkamans til þess að laga sig eftir nýjum skil- yrðum, gera við og endurnýja skemmd og illa leikin líffæri er svo að segja ótakmarkaður. Auðvitað verður unnið tjón ekki afturtekið, slitin eða stórsködduð líffæri eða vefi er ekki hægt að taka og setja önnur spáný í staðinn. En við getum eigi að síður unnið bug á verstu áhrifunum af syndum okkar gegn líkamanum og öðlast nýja heilsu og

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.