Heilsuvernd - 01.09.1952, Síða 24

Heilsuvernd - 01.09.1952, Síða 24
84 HEILSUVERND nýjan þrótt, ef við snúum fyrir alvöru til náttúrlegra lifnað- arhátta. Veikindasagan. Eg er fæddur árið 1870. Að sögn foreldra minna var ég hraust barn. Móðir mín hafði mig á brjósti, en auk þess hafði ég fóstru, sem gaf mér brjóst. Húsið sem við bjuggum í, var dimmt og skuggalegt, og ef til vill hefi ég ekki verið rétt alinn. Eg fékk sem sé snert af beinkröm, sem skekkti miðsnesið og orsakaði bólgur í nefi, gröft í bein- holum nefs o. fl. sjúkdómseinkenni. Af beinkröminni leiddi ennfremur, að bein bognuðu, og ég fékk flatan fót. Eg varð kvefsækinn, og fleiri truflanir gerðu vart við sg, sem hafa fylgt mér æ síðan. 1 bernsku hafði ég fyrirtaks meltingu og hægðir. Eg man það vel, að þegar ég fór á salernið, hafði ég ekki fyrir því að kveikja á gasljósinu, heldur kveikti ég bara á eldspýtu, og eftir fáeinar sekúndur var ég kominn út aftur. En svo var mér sagt, að það væri rangt að gegna kalli náttúrunnar að deginum, ég ætti að hafa vald á hægðunum. Til þess að gera fólkinu til geðs, æfði ég mig í þessu og komst svo langt í listinni, að ég þurfti ekki á salernið dögum saman og varð mjög upp með mér af þessu þrekvirki. Þótt faðir minn væri afbragðs læknir, þá var hann harð- svíruð mjúkæta, þ. e. a. s. hann borðaði aðallega mjúkan og úrgangslítinn mat. Til þess að reyna að halda kröftum, át hann, í samræmi við kenningar Liebigs, kynstrin öll af svokallaðri kraftfæðu, þ. e. a. s. kjöti, mjólk, ostum, eggjum, rjóma o. s. frv. Hann hafði mikið dálæti á allskonar dísætum réttum en enga trú á ,,grænfóðri“, eins og hann kallaði það. Salat og hráir ávextir komu varla inn fyrir hans varir. Hann leit ekki við brauðskorpum, held- ur borðaði aðeins það hvítasta innan úr þeim. Hann var orðinn vitatannlaus, og auðvitað var meltingin slæm og hægðir tregar. Við því notaði hann daglega pillur, sölt o. s. frv. Þessir óheppilegu lifnaðarhættir gerðu hann blóðlausan, honum var einatt kalt, svo að venjulega var steikjandi hiti í skrifstofu hans og svefnherbergi.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.