Heilsuvernd - 01.09.1952, Qupperneq 26

Heilsuvernd - 01.09.1952, Qupperneq 26
86 HEILSUVERND Þegar þetta meðal var hætt að verka, bætti ég við mig nýjum lyfjum, og áttu þau að ,,lækna“ hinar og þessar trufl- anir, sem sífellt komu í ljós og sóttu æ harðara á. Einn læknir gaf mér hreint striknín, 3 mg í hverjum skammti, og auk þess átti ég að sötra sjóðandi vatn á fastandi maga að morgninum, síðast að kvöldinu og á milli máltíða. Enn- fremur átti ég að taka inn saltsýru á eftir hverri máltíð. í viðbót við þetta át ég kínín til að hressa mig upp og margskonar pillur og duft, og sölt og stólpípur notaði ég til þess að örva hreyfingar þarmanna. Eg varð forfallin lyfjaæta. Árum saman fylgdu mér pilludósir og meðala- flöskur, hvert sem ég fór. Þessi slæma meðferð á likama mínurn dró úr mér mátt. Eg drakk lútsterkt te og kaffi, brennandi heitt. Mig fýsti að ná kröftum á ný og tók því að neyta aðallega „styrkj- andi“ fæðu. Eg lifði mest á kjöti, fiski, eggjum, osti, smjöri, mjólk o. s. frv. Eg sannfærðist brátt um, að mér varð ekki lengur gott af nýrri og náttúrlegri fæðu, svo sem hráum ávöxtum og grænmeti. Einn læknirinn bann- aði mér með öllu að bragða hráa ávexti, hversu mjúkir sem þeir væru. Eins og gefur að skilja, þá stífluðust nú inn- ýflin alveg af þessari mjúku, megnu og einhæfu fæðu, sem skorti fjörefni, næringarsölt og grófefni, og varð af því megn rotnun. Hörundslitur minn varð gul-grænn. Marg- ir héldu, að ég væri með gulu. Eg varð óþolandi andfúll og fékk kýli og bólur hér og þar. Eg varð sjálfum mér byrði. Læknarnir sendu mig til baðstaða. Eg fór til Karlsbad, Marienbad, Wiesbaden, Buxton og víðar. Eg gerðist jurta- æta um hríð og reyndi síðan aðferð Fletchers.* Eg fór í nudd. Ekkert af þessu færði mér neina heilsuþót, nema ef til vill um stundarsakir, og mér hrakaði sí og æ. Rotnunar- og eiturefni mynduðust í líkama mínum og eyðilögðu líffæri og vefi. Tennurnar, sem áður voru harðar, urðu linar eins * Hún er fólgin í því <aS tyggja allan safa úr hverjum munn- bita, kingja vökvanum, en skirpa út úr sér afganginum. (ÞýS.).

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.