Heilsuvernd - 01.09.1952, Page 28
88
HEILSUVERND
Nokkru eftir að ég kom út af sjúkrahúsinu, fékk ég ákaft
botnlangakast, sem án efa hefir verið afleiðing af langvar-
andi hægðatregðu og þar af leiðandi sjálfseitrun. Eg var
skorinn upp og varð að liggja enn nokkrar vikur í viðbót.
(Niðurlag í næsta hefti).
SYKUR OG TANNSKEMMDIR.
Síðastliðinn vetur skýrði Baldur Johnsen læknir frá því í fyrir-
lestrum, að fullar sannanir væru taldar fengnar fyrir því, að verk-
smiðjusykurinn ætti mesta sök á tannskemmdum. Nýlega hefir
sænskur tannlæknir, Bo Burman, rætt um þetta í sænska lækna-
blaðinu og sýnt fram á, að við neyzlu sykurs myndast sýrur, sem
ráðast á tannglerunginn og leysa hann sundur, svo að holur koma
í tennurnar. Þessi hætta varir þó ekki nema 5—10 mínútur eftir
neyzlu sætindanna, því að þá hefir munnvatnið eytt sýrunum.
Af þessu leiðir, að nauðsynlegt er að hreinsa munn og tennur undir
eins eftir að sætinda hefir verið neytt-, að 10 mínútum liðnum er
það orðið of seint. Og þetta gæti verið skýring á þvi, að hve litlu
gagni tannburstinn virðist koma gegn tannskemmdum. Þetta sýnir
einnig, hvilík hætta tönnunum stafar af tíðu sælgætisáti og tyggi-
gúmmíjapli.
Sama gildir um sum önnur kolvetni, einkum fínan mjölmat. Sæt-
ar kökur eru þvi bersýnilega einn mesti meinvættur tannanna. Hins-
vegar stafar engin hætta af náttúrlegum sætindum, eins og sætum ald-
inum, þvi að þar er sykurstyrkleikinn ekki nógu hár til að valda sýru-
myndun. Þannig fá menn t. d. ekki tannskemmdir, þótt Þeir japli
á sykurreyr daginn út og daginn inn.
VANFÓÐRUN ORSÖK ÁFENGISÞORSTA.
Amerískur erfðafræðingur og líffræðingur við háskólann i
Texas, Dr. R. J. Williams, hefir nýlega skýrt þingi erfðafræðinga
frá tilraunum varðandi áhrif næringarinnar á áfengislöngun dýra
og manna. Tilraunir á rottum sýndu, að ef þær fengu lélegt viður-
væri, urðu þær allar sólgnar í áfengi. Fengju þær gott og nægilegt
fæði, vildi engin þeirra drekka áfengi.
Bnnfremur fékk hann 20 ofdrykkjumenn til að gera lagfær-
ingar á mataræði sínu. Árangurinn varð sá, að drykkjufýsnin
rénaði, þannig að þeir voru ekki lengur á valdi hennar, jafnvel
þó að þeir neyttu áfengis í hófi. (Minneapolis Star).