Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 36

Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 36
96 HEILSUVERND Á víð og dreif Náttúran hefir ráð undir hverju rifi. Fjölmargar frásagnir eru af því, a8 óvitar og fullorðnir hafi gleypt hina ólíklegustu og hættulegustu hluti, án þess að verða meint af. Hefir líkam- inn ýmis ráð til að verjast þessum hættum og losa sig við aðskotahlutina. Hér er ein slík frásögn, sem ekki er á- stæða til að rengja, þótt gömul sé. Hún birtist í hollenzkri lækningabók frá 17. öld, og sögumaðurinn er læknir að nafni Frederick Ruyseh. „Það er ekki að ástæðulausu sagt, að náttúran hafi ráð und- ir hverju rifi og sé bezti lækn- irinn. Lítil lávarðsdóttir gleypti nál, foreldrum sínum að óvör- um. Nokkru síðar fékk hún ígerð I nárann, samfara þraut- um og hita. Eg var sóttur, opn- aði ígerðina, og út úr henni kom, öllum til stórfurðu, ryðg- uð nál, ásamt greftri og saur- ögnum.“ Sárið greri, og telp- unni varð ekki meint af að öðru leyti. (Appendicitis). Tilraun meö mjólk. Tilraun var gerð á 1500 skóladrengjum til að rannsaka muninn á hollustugildi geril- sneyddrar og ógerilsneyddrar mjólkur. Drengjunum var skipt í 2 jafnstóra flokka, sem fengu nákvæmlega sama fæði að öðru leyti en því, að annar flokkurinn fékk gerilsneydda mjólk en hinn ógerilsneydda. Stóð tilraunin yfir í 5 ár. Mis- munur á heilsufari drengjanna kom m. a. fram í því, að í flokki þeirra, sem fengu- geril- sneyddu mjólkina, voru lungna- berklar 14 sinnum tíðari en hjá þeim, sem fengu ógerilsneydda mjólk. Þá hafa tilraunir sýnt, að kálfar þrífast ekki, ef þeir fá gerilsneydda mjólk, heldur veikjast og drepast að lokum. (Why chronic disease?). Úrskurðaöur heilbrigður — en datt dauður niður. Þrátt fyrir framfarir í læknavísindum og undraverða tækni er þekking lækna á mannslíkamanum næsta ófull- komin. Flestir þekkja dæmi þess, að nákvæmar læknis- rannsóknir leiða ekki í Ijós neinar likamlegar skemmdir eða truflanir, þótt menn séu raunverulega vanheilir. Þannig vildi svo til í síðustu heims- styrjöld, að ungur maður datt dauður niður á leið út frá lækninum, sem var að enda við að skoða hann og úrskurða hann fullheilbrigðan og hæfan til herþjónustu. (How diseases are ,,cured“). Tannlœknar i Svíþjóð hafa gengizt fyrir stofnun félags til varnar gegn tannskemmdum. Hefir það Þeg- ar hafið markvissan áróður gegn neyzlu sykurs og sætinda sem veigamestu orsök tann- skemmda.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.