Heilsuvernd - 01.06.1953, Blaðsíða 6

Heilsuvernd - 01.06.1953, Blaðsíða 6
Jónas Kristjánsson Baráttan við krabbameinið. Ég fæ ekki betur séð, en að vestrænar þjóðir hafi lent í ógöngum, iþar sem þær sitja fastar eins og fluga í köngu- lóarvef, sem bíður þess, að óvinurinn komi og bíti hana til bana. Þannig er það t. d. um marga, sem ganga með ugg og kvíða um það, að sá sjúkdómur, sem menn óttast mest, krabbameinið, hafi heltekið þá. Forsjá'lir læknar og leiðandi menn þessa þjóðfélags hafa fyrir nokkru komið á fót félagsskap til þess að herja á þennan óvin. Er það vissulega góðra gjalda vert. En gail- inn er sá, að svo lítur út, sem forystumenn þessa félags viti ekki, hvar óvinarins er að leita eða hvar skuli hefj- ast handa til sóknar og varnar. Það er skorað á menn að leggja fram fé til höfuðs þessum óvini, til þess að byggja sjúkrahús fyrir krabbameinssjúka menn. En þar er svo ekki annað gert en að eyða sjúkdómseinkennum, áorðn- um sjúklegum breytingum. Hinsvegar er ekkert hirt um það, sem mestu máli skiptir, og eitt má að fullu gagni koma: það er leit að orsökum sjúkdómsins og útrýming þeirra. Skurðir og geislalækningar eru oftast aðeins bráða- birgðahjálp, ef til vill aðeins þrautafull lenging lífs. Þannig

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.