Heilsuvernd - 01.06.1953, Blaðsíða 9

Heilsuvernd - 01.06.1953, Blaðsíða 9
HEILSUVERND 37 tegundum og iþeim mun meira af lélegri matvöru og ódýrri. Afleiðingin varð sú, að heilsufari fólksins hrakaði til muna, og dánartalan hækkaði. Áður hafði hún verið 20°/0o (tuttugu af þúsundi), en komst nú yfir 30°/00. Meðal ann- ars óx berklaveiki og varð yfirgnæfandi. Mátti heita, að felmtri slægi yfir bæjarstjórnina, er þessi varð raunin. Læknir var fenginn til að rannsaka þetta sérstaklega. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að ástæðan fyrir hnignuninni væri sú, að fólkið hefði ekki efni á að kaupa nóg af lifandi fæðu, heldur lifði það mest á ódýrri, efnasnauðri fæðu, svo sem hvítu hveiti o'g hvítum sykri, sem eru góðir hitagjafar en svipt öllum fjörefnum, steinefnum, grófefnum og líf- efnum. En þetta eru einmitt þær fæðutegundir, sem einna mest eru í hávegum hafðar hér á fslandi. Er því skiljanlegt, að ekki sé von á góðu 'hér um heilsufar. Má um þetta segja, að hér séu sjúkdómar ræktaðir, líkt og gert væri það vit- andi vits. Neyzla hinna efnasnauðu fæðutegunda leggur grundvöllinn. Og þegar þar við bætist óhófleg neyzla eggja- hvítu, svo sem í kjötmat og fiski, mikil saltneyzla, auk skaðlegra nautna og annarra óhollra lifnaðarhátta, þá er ekki ofmælt, að beinlínis sé stefnt að ræktun hrörnunar- sjúkdóma, þar á meðal krabbameins. Afleiðingin af ofangreindum lifnaðarháttum er m. a. sú, að í þörmum myndast ýlda og rotnun, sem berst með blóðinu um ailan líkamann. Frumur hans geta ekki hrint frá sér úrgangsefnum, og þær gera að síðustu uppreisn, iíkt og þegar kúguð stétt rís upp gegn ánauð og harð- stjórn. Nokkrar þeirra tryllast, ef svo mætti segja, brjóta af sér öll bönd og taka að vaxa og skipta sér hömluláust og mynda þannig ofvöxt þann, sem kallað er krabbamein. Heiibrigði er samræmi og samstarf allra fruma, sem byggja likamann. Allar frumur vinna í þágu lífheildarinnar í fullkomnu samræmi við það lögmál, sem sjálfur höfund- ur lífsins hefir sett. Svipað samræmi ríkir í alheimi, þar sem hnettirnir snúast hver um sína sól, sem veitir þeim

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.