Heilsuvernd - 01.06.1953, Side 12
40
HEILSUVERND
notaðar til að mæla áihrifin. Af þessum mönnum voru 14
hófdrykkjumenn, en 23 mjög vanir áfengisneyzlu, flestir of-
drykkjumenn. Sumar tilraunirnar voru gerðar að morgni
dags, áður en hlutaðeigendur höfðu smakkað mat, en aðr-
ar eftir það að þeir höfðu borðað. Ennfremur var saman-
burður gerður á öli og hreinum \nnanda. I verklegum cil-
raunum við bifreiðaakstur á sérstaklega merktri braut tóku
þátt 37 menn aðrir. allir vanir kennarar í bifreiðaakstri.
Verklegar tilraunir í morse-sendingum (símritun) voru
einnig gerðar. Tóku þátt í þeim 22 morsesendingamenn
(símritarar) úr hernum.
Pilsnerhættan.
Niðurstöður þessara yfirgripsmiklu rannsókna sýndu m.
a., að starfshæfni hófdrykkjumanna minnkar um 30—40%,
þegar þeir hafa drukkið þrjár og hálfa flösku af öli með
2,6% áfengismagni (alkóhól-innihaldi), en það er venju-
legur pilsner í öðrum flokki. Mesta alkóhól-inni'hald blóðs-
ins er þá 0,48 pro mille. Sama magn af öli 1,9% sterku (er
gert var sérstaklega til þessara tilrauna) minnkar starfs-
hæfnina um 10—30%, og alkóhól-innihaldið í blóðinu verð-
ur þá mest 0,37 pro mille. 3ama magn af 3,2% sterku öli
(blandað saman öðrum og þriðja flokki) minnkar starfs-
hæfnina um 50—60%, og alköhól-innihaldið í blóðinu eykst
þá í 0,66 pro milie, en hjá þaulvönum drykkjumönnum
minnkar starfshæfnin um 30%.
Maður, sem er óvanur áfengisneyzlu, getur ekki drukkið
mikið magn af áfengi nema honum sé þröngvað til þess.
Að því er varðar öl, er neyzlumarkið nokkrar flöskur, ef
tíminn til neyzlunnar er takmarkaður við 30—40 mínútur.
Ef neyzlan fer fram úr þessu marki, verður hlutaðeigandi
venjulega lasinn og selur upp, en þessu veldur krampi í
magaopinu, minnkandi blóðþrýstingur o. fl. Vanir drykkju-
menn drukku við þessar tilraunir á sama tíma allt að því
11 flöskur án þess að verða flökurt eða á þeim sæist önnur
einkenni vanlíðanar. Pilsner-drykkjumenn geta drukkið