Heilsuvernd - 01.06.1953, Blaðsíða 15
HEILSUVERND
43
fengið far með? Viltu láta „kenndan“ kennara sitja í
kennslustofu og kenna börnum iþínum? Viltu láta drukkinn
lyfsala eða lyfjafræðing taka til meðul handa þér? — Nið-
urstaðan af þessu öllu saman er bindindisstefnunni alveg
í vil.
Rannsókn Goldbergs dósents leiðir í ljós, að því aðeins
er öryggi fyrir hendi, að ökumaðurinn eða annar, sem á
að leysa af hendi eitthvað vandaverk, sé alger bindindis-
maður. Hér duga ekki kenningar um hófdrykkju. Það
verður jafnvel hver áfengisdýrkandi að viðurkenna, ef
hann vill ekki gera sjálfan sig að flóni. Eina viðunanlega
lausnin á áfengisvandamálinu er algert bindindi um áfenga
drykki.
En þeir, sem sí og æ hampa vínglösum, ágæta áfenga
drykki og heimta, að þeir séu sem víðast á boðstólum,
bera ekki sízt ábyrgð á slysunum, sem hljótast af áfengis-
nautn.
Það er áríðandi, að skólarnir séu hér vel á verði og brýni
fyrir ungmennum þá hættu, er með svo mörgu móti stafar
af áfengisnautn. Einmitt niðurstöður Goldbergs dósents
eru vel fallnar til að vekja athygli unglinga á áfengishætt-
unni. Skólarnir mega ekki bregðast skyldu sinni á þessum
vettvangi. Ef þeir bregðast, er framtíðin á valdi drykkju-
drabbsins. Það er alvörumálið mikla.
(Or Morgunblaðinu 23. apríl 1952. Birt hér með leyfi B. T.).
VERÐLAUNUM HEITIÐ.
HEILSUVERND beinir þeim tilmælum til lesenda sinna, að
þeir sendi stuttar frásagnir af reynslu sinni af áhrifum breyttra
matar- og lifnaðarhátta á heilsu sína. Slikar frásagnir, sem hafa
birzt í ritinu við og við frá byrjun, eru mjög lærdómsríkar og
hafa þeim mun meira gildi, sem þær verða fleiri, einkum ef þær
koma frá nafngreindu fólki.
Til uppörvunar verða greiddar 100 krónur fyrir þá frásögn, sem
að dómi ristjóra og ritnefndar er bezt hæf til birtingar i hvert
af næstu heftum HEILSUVERNDAR, og fyrir næstbeztu frásögn
verður úthlutað einni af útgáfubókum NLFÍ eftir eigin vali hlut-
aðeiganda. Frásagnirnar verða birtar undir fullu nafni.