Heilsuvernd - 01.06.1953, Blaðsíða 16

Heilsuvernd - 01.06.1953, Blaðsíða 16
HEILSUVERND Ingimar Vilhjálmsson, garðyrkjumaður: Lífræna ræktunar- kenningin. (Niðurlag). Áhrif áburðarins á gæði matjurtanna. Þegar borinn er á tilbúinn áburður, iþá er plöntunum gefin auðtekin nær- ing, sem nærir þær efnislega, en vantar lífskraft. Plönt- urnar fá því ekki nægan lífsþrótt og verða auðveldlega fyrir árásum sjúkdóma og skordýra. Þær geta heldur ekki framleitt iimefni sem el'la, svo að bragð þeirra verður dauft. Það er líka sérkennilegt fyrir matjurtir, ræktaðar við tilbúinn áburð, að þær eru ekki eins saðsamar og mat- jurtir ræktaðar við lífrænan áburð. Af órotnuðum lífrænum áburði fá plötunurnar bragð af áburðinum. I hinni lífrænu ræktun er hvorki notaður til- búinn áburður né órotnaður lífrænn áburður, heldur rotn- aður lifrænn áburður úr þar til gerðum safnhaug. Árang- urinn er: hraustari plöntur og bragðbetri, ilmríkari og nær- ingarmeiri matjurtir. Mannasaur og þvag ber ekki að nota við matjurtaræktun. Sama gildir um hverja lífverutegund og manninn, að hún missir lífsþrótt við að nærast á gróðri upp af eigin úr- gangsefnum. Efnabreytingar í lifandi verum. Plönturnar lifa á nokkr- um frumefnum, svo sem kunnugt er. Við vatnsrsektun

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.