Heilsuvernd - 01.06.1953, Síða 18
46
HEILSUVERND
losa hann og gera áburðinn aðgengilegri fyrir plönt-
urnar.
3. Hann stuðlar að því, að fram geti farið frumefnabreyt-
ingar, þar eð jarðvegurinn er heilbrigðari með lífræn-
um en ólífrænum áburði. Þetta hefir þau áhrif á plönt-
urnar, að þær geta fremur sinnt því hlutverki, þar sem
þess er þörf.
í lífrænni ræktun er hinum ólífrænu áburðarsöltum
hafnað, vegna þess að þau hafa ekki aðra kosti en að veita
plöntunum næringu, en hafa 'hinsvegar spillandi og eyð-
andi áhrif á huldugróður jarðvegsins og veiklandi áhrif á
plönturnar.
Varast ber að koma áburðinum langt niður, ekki lengra
en 15 cm, vegna þess að hinar loftsælnu bakteríur drepast
í meira dýpi. Þessvegna skyldi ekki plægja áburðinn niður,
heldur herfa hann fremur grunnt.
Safnhaugar. Þeir geta aðallega verið tvennskonar. 1
fyrsta lagi: safnhaugar, sem að mestu samanstanda af
jurtaleifum, ásamt mold, sem þeim fylgir.
1 öðru lagi: safrihaugar búnir til úr lögum af hús-
dýraáburði, hálmi eða heyi og mold. Lýsing á þvi, hvernig
gera skuli slika hauga, hefir nokkrum sinnum áður komið
í riti Jþessu, og síðast í 1. hefti síðasta árgangs eftir Þor-
stein Kristjánsson, og sleppi ég henni því hér. Aðeins vil
ég geta þess, að Elstrup Rasmussen, hinn danski ráðunaut-
ur í lífrænum landbúnaði, ráðleggur að láta hitann í haugn-
um ekki fara hærra en sem svarar líkamshita mannsins,
vegna þess að ef að hitinn fer mun hærra, t. d. í 50° C, þá
komi fram óæskilegar bakteríutegundir í haugnum og or-
saki mikið köfnunarefnistap.
Preparötin. I hinni lífrænu jarðrækt eru notuð nokkur
hjálparmeðul, hin svokölluðu 'pre/paröt, en ég hefi ekki
fundið neina heppilega íslenzka þýðingu á því orði.
Tilraunir eiga að hafa verið gerðar í Danmörku með
preparötin, og skýrsla hefir verið gefin út um árangur-
inn, sem sýndi, að Iþau höfðu engin áhrif. Tilraunirnar átti