Heilsuvernd - 01.06.1953, Síða 19
HEILSUVERND
47
að gera undir eftirliti svissneskra sérfræðinga í lífrænni
ræktun, og lögðu þeir til preparötin. Svisslendingarnir vildu,
að tilraunirnar stæðu yfir í langt árabil, en það vildu Dan-
irnir ekki. Þá tóku Svisslendingarnir preparötin aftur,* og
telja þeir nú skýrsluna falsrit.
Hægt er að framkvæma lífræna ræktun án preparat-
anna, en það er ekki talið byggilegt, vegna þess að þau
auki magn og gæði uppskerunnar.
Preparötin eru átta. Eitt er unnið úr fullrotnaðri kúa-
mykju. Það eykur bakteríulífið í áburðinum og jarðveg-
inum og rótarvöxt plantnanna. Annað er unnið úr kvarzi.
Það veldur geislaverkunum og eykur yfirvöxt plantnanna
og er notað, þegar loft er skýjað. Hin sex eru gerð úr sex
villtum plöntum, sem hafa sérstaklega hæfileika til efna-
breytinga. Eitt þeirra er fljótandi, hin eru úr smátt muldum
plöntuhlutum.
I þessari ritgerð hefir verið getið um helztu undirstöðu-
atriði iíffræðilegrar ræktunar, í mótsetningu við efnafræði-
lega ræktun, sem nú tíðkast mest og ber að líta á sem
afturför tii dauðrar náttúru.
Nána lýsingu á líffræðilegri ræktun er ekki tiltækilegt
að koma inn á í riti sem þessu. Vísa ég til bókar eftir O.
Elstrup Rasmussen, „Det Biodyncimiske Havebrug“, og rit-
safns eftir hann, sem heitir „Biodynamiske Grundtrcek“.
Hægt er að fá þessi rit frá höfundinum, sem hefir eigin
bókaútgáfu. Utanáskriftin er: Rödbjerggárd, Hornbæk,
Postkonto 53466, Danmark. ,,Det Bio-dynamiske Have-
brug“ kostar átta krónur danskar. Ennfremur vil ég benda
á Vidarforlaget, Oscarsgate 10, Oslo, Norge, sem hefir mik-
ið úrval af bókum um þessi efni.
* Sbr. formálann að „Det biodynamiske Landbrug" eftir Elstrup
Rasmussen.