Heilsuvernd - 01.06.1953, Page 24

Heilsuvernd - 01.06.1953, Page 24
52 HEILSUVERND 2. Kona, fædd 1919, með langvinna nýrnabólgu, mjög háan blóðþrýsting (245), stöðugan höfuðverk, þreytu og máttleysi. Hún var látin fasta í 7 daga, og við það lækkaði blóðþrýstingurinn niður í 180, en svo lágt hafði hann ekki komizt nema með hjálp sterkra lyfja. Kraftarnir jukust, og líðanin fór dagbatnandi. Eftir hálfa þriðju viku, er hún hvarf heim, hafði hún hlotið mikilsverða heilsubót. 3. Kona, fædd 1914, hafði um fjölda ára þjáðst af áköf- um höfuðverk. Hún var látin fasta í 7 daga og tók svo upp waerlandsfæði. Hún þyngdist ört, höfuðverkurinn hvarf, og eftir hálfa þriðju viku fór hún heim, að því er virtist albata. 4. Sjúklingur með eksem, fæddur 1904. Eksemið var á hnakka og hálsi og margra ára gamalt. Fastaði í 9 daga og tók síðan upp waerlandsfæði. Eksemið rénaði smátt og smátt og var horfið með öllu eftir 4 vikur. 5. Kona, fædd 1912, með eksem á háu stigi frá því á unglingsárum. Heima hjá sér hafði hún reynt að lækna það með föstum, en það tók sig jafnharðan upp á ný, enda lifði konan á venjulegu fæði. 1 Sonnenhof fastaði hún í hálfan mánuð og fékk síðan eksemfæði. Hún þyngdist eðlilega, öll líðan stórbatnaði, og eksemið læknaðist smátt og smátt. Eftir 3 vikur fór hún heim, hæstánægð með árangurinn. 6. Kona, fædd 1904, hafði verið þungt haldin af liðagigt í höndum og fótum árum saman. Notaði oft allt að þv.í 12 sterkar töflur á dag. Hún var látin fasta, en vegna þess hve máttfarin hún var, varð að skipta föstunni í nokkra smákafla. Lyfjanotkun öll var lögð niður, en eigi að síður linuðust þrautir dag frá degi. Eftir 4 vikur gat hún tekið upp vinnu sína. 7. Sjúklingur, fæddur 1902, hafði þjáðst af svefnleysi í mörg ár. Gat aldrei sofið nema með sterkum svefnlyfjum. Hafði átt við mikla allsherjar vanheilsu að stríða árum saman. Eftir viku dvöl (waerlandsfæði, morgungöngur o. s. frv.) var svefnleysið úr sögunni, líkamshitinn orðinn

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.