Heilsuvernd - 01.06.1953, Page 25

Heilsuvernd - 01.06.1953, Page 25
HEILSUVERND 53 eðlilegur (hafði um langt skeið verið of ihár að staðaldri) og bóiga í lifur hafði hjaðnað. 8. Sjúklingur, fæddur 1901, með háan blóðþrýsting (200 eða meira). Eftir 5 daga föstu og tveggja daga waeriands- fæði var blóðþrýstingurinn kominn niður í 145 og hækkaði ekki aftur. Allur svimi var horfinn og líðanin hin bezta, er sjúklingurinn hvarf á brott. 9. Sjúklingur, fæddur 1893, hafði þjáðst af liðagigt í mörg ár. Fastaði í 5 daga og nærðist síðan á sérstöku liða- gigtarfæði. Þrautirnar linuðust, og eftir skamma dvöl hélt sjúklingurinn heim, að fengnum góðum bata. (WMM 1952, 11). „UNDRALYFIГ CORTISONE. í öllum löndum og á öllurn tímum hafa allskonar „undralyf“ átt vinsældum aS fagna, bæði meðal lærðra og ieikra. Hér á landi var „bramalífselixír" í hávegum hafður um skeið. En hann mun hafa verið notaður af skottulæknum, og er oft til þess vitnað sem dæmi um vanþekkingu og oftrú almennings á einskisnýt og jafnvel skaðleg lyf. En við nútímamenn skyldum varast að setja okkur á liáan hest. Árlega þykjast visindamenn hafa fundið óyggjandi og hættulaus lyf við hinum og þessum sjúkdómum. Fæst standast þau dóm reynslunnar. Eitt nýjasta dæmið er lyfið oortisone, sem 'hin síðustu ár hefir verið útbásúnað sem allt að því óyggjandi meðal við liðagigt, m. a. af íslenzkum læknum. Vegna þess bve lyfið er dýrt hefir það þó náð minni útbreiðslu en ella. En nú kveður nokkuð við annan tón um gagnsemi lyfsins. í tímaritinu „Læknaneminn", útgefnu af Félagi læknanema Háskóla íslands, birtist sl. vetur þýdd grein úr erlendu læknariti (Practitioner, sept. 1952). Greinin fjallar um cortisone og annað liðagigtarlyf, kallað ACTH. Bæði eru lyf þessi liormónalyf. f niðurlagi greinarinnar segir svo: „Að lokum: Bæði ACTH og cortisone leyna beinum og óbeinum einkennum sjúkdóma, sem þó halda áfram óáreitlir. Þar sem þess- ir hormónar lækka hita, draga úr verkjum og stuðla að velliðan, án þess þó endilega að breyta meinafræðilegum gangi sjúkdóms- ins, þá getur lífshættulegt ástand búið um sig, án þess að fylgi hlutlæg einkenni“. (Leturbr. hér). Þetta skyldi þó ekki eiga skylt við skottulækningar?

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.