Heilsuvernd - 01.06.1953, Side 26

Heilsuvernd - 01.06.1953, Side 26
HEILSUVERND llm íöstur. Hinn frægi næringarfræðingur, Ragnar Berg, sem lesendum HEILSUVERNDAH er þegar kunnur, ritar nýlega í Waerlands- Mánads-Magasin (1952, 11) grein um föstur, og' verður efni hennar rakið Iiér í stuttu máli. En höfundur hefir aflað sér mikillar þekkingar og reynslu um þetta efni, þar sem fjöldi sjúklinga hefir reynt þessa lækningaaðferð undir leiðsögn hans og eftirliti. Meðan á föstu stendur, verður líkaminn að fá orku til allra lífsstarfa. Fyrst fær hann þessa orku úr sykurbirgð- um líkamans, en þær eru gengnar til þurrðar eftir 1 til 2 daga. Þá fer líkaminn að brenna fitu, fyrst og fremst fitu- laginu, sem er undir húðinni. Ennfremur notar hann eggja- hvítu úr vöðvum, öðrum en hjartavöðvanum, og lifsnauð- synlegir kirtlar fá einnig að vera óáreittir. Megintilgangur föstu er innvortis hreinsun líkamans. Vegna ofáts og óheppilegra daglegra matarhátta myndast meira af úrgangsefnum en líkaminn er fær um að brenna eða losa sig við. Þau safnast því fyrir hér og þar í líkam- anum. Fyrst og fremst stafar þetta af of mikilli neyzlu eggjahvítu, og er það ein höfuðorsök sjúkdóma af öllu tagi. Fastan veitir líkamanum ráðrúm til að ryðja á brott hinum skaðlegu úrgangsefnum. Að hreinsun lokinni hefst endur- reisnarstarfið, svo framt að ekki sé vegið í sama knérunn með ofáti eða rangri matartilhögun. Meðan á föstu stendur, þarf líkaminn mikið vatn, og er nauðsynlegt að drekka 2 til 2y2 lítra á dag. En beztur verð- ur árangurinn, ef vatnið er blandað safa úr aldinum eða grænmeti. Sá árangur er ekki aðallega að þakka fjörefn- um og steinefnum safans, því að hversu lengi sem menn fasta, fá þeir aldrei skyrbjúg eða aðra ,,fjörefna“-sjúk- dóma. Höfuðkostir safans fyrir fastandi mann eru þeir, að hann er mjög lútargæfur og verkar að því leyti líkt og sápa, sem leysir upp óhreinindi, svo að þau geta skolazt burt. En auk eldri úrgangsefna þarf að hreinsa burtu ný

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.