Heilsuvernd - 01.06.1953, Qupperneq 28
HEILSUVERND
»Óiœknöndi« hjartasjúkdómur lœknost
með ndttúrlegum aðferðum.
Lokubilanir í hjarta cru hættulegur sjúkdómur, sem læknum
gengur illa aö ráða bót á. Enskur maður meö þennan sjúkdóm á
háu stigi segir hér frá því, hvernig breytingar á lifnaöarháttum
og einföld ráð læknuðu hann að fullu, eftir að hálærðir læknar
og sérfræðingar höfðu kveðið upp sinn dauðadóm. Athyglisvert
er það, að jafnframt hjartasjúkdómnum losnar hann við marga
aðra sjúkdóma og öðlast nýja heilsu og óþrjótandi lífstáp.
Ég er nú 36 ára. Frá því ég var 18 ára, hefi ég aldrei
verið heill heilsu. Ég hafði liðagigt í höndum, hnjám og
fótum og var síkvefaður. Ég var mæðinn, síþreyttur og
sljór, og ráð lækna minna komu ei að notum.
Dag einn, er ég var um þrítugt, varð ég að hlaupa dá-
lítinn spöl til að ná í lestina, en ég þoldi ekki áreynsluna
og hneig niður. „Þér verðið að hætta að reykja,“ sagði
læknirinn, sem sóttur var. Ég hafði aldrei reykt! Heimilis-
læknir minn kvað upp þann úrskurð, eftir ítarlega rann-
sókn, að ég gengi með alvarlegan hjartasjúkdóm, bilun á
hjartalokunum. 1 heilt ár var ég undir umsjá hans, alltaf
við rúmið, gat rétt dregizt áfram við staf. Ég tók inn meðul
kvölds og morgna, var látinn drekka hálft glas af víni
og staup af kryddvíni (Benedictine) á hverju kvöldi! Mér
hrakaði heldur, og læknirinn sagði, að ég yrði aldrei vinnu-
fær og mætti ekkert á mig reyna. Ég fór til sérfræðinga,
en fékk þar svipuð svör, og þannig leið eitt ár enn.
Þá sneri ég mér til J. Thomson, forstöðumanns „Kingston
Clinic“ í Edinborg. Hann gaf mér góðar vonir um bata á
tveimur árum, ef ég fylgdi rækilega náttúrlegum lækninga-
aðferðum. Næstu vikurnar dvaldi ég sem sjúklingur í
„Kingston Clinic“, og fylgdi nákvæmlega settum reglum.
Daginn áður en ég fór þaðan, fékk ég mér 15 kílómetra
morgungöngu, án þess mér yrði meint af. Mér fannst ég