Heilsuvernd - 01.06.1953, Blaðsíða 31

Heilsuvernd - 01.06.1953, Blaðsíða 31
HEILSUVERND Botnlangflbólgujoraldurinn j ísofjarðorsýslu. Oft hefir 'því verið haldið fram hér í ritinu, og þær skoð- anir studdar sterkum rökum, að 'botnlangabólga hafi auk- izt mjög hér á landi á undanförnum áratugum. Sumir lækn- ar vilja bera brigður á þetta og telja þennan sjúkdóm hafa verið jafnalgengan áður fyrr, þó að hann hafi ekki þekkzt. í þessu sambandi er fróðlegt að lesa kafla úr Heilbrigðis- skýrslum fyrir árið 1949, en þar segir svo á bls. 75: Hinn 6. des. 1949 ritaði landlæknir héraðslækninum á ísafirði svolátandi bréf: „Fjöldi botnlangaskurða íslenzkra lækna, ekki sizt á ýmsum sjúkrahúsum utan Reykjavíkur, hefir vakið eftir- tekt og furðu. Mun þetta engan samanburð þola við það, sem gerist erlendis, og verður ekki varizt grunsemd um, að hér sé meira eða minna ólæknislega á haldið. Sjúkrahús ísafjarðar hefir alllengi verið hér framarlega í flokki, og fer þessum aðgerðum þar sífellt fjölgandi, svo sem sjá má á eftirfarandi töflu: Botnlangaskurðir á Sjúkrahúsi Isafjarðar: 1921—1925: 35, þ. e. á ári 7,0 1926—1930: 99, - - - - 19,8 1931—1935: 175, - - - - 35,0 1936—1940: 275, - - - - 55,0 1941—1945: 449, - - - - 89,8 1946: ....................... 79 1947: ....................... 146 Skýrslur sjúkrahússins fyrir árið 1947, sem nú er verið að vinna úr, leiða þannig i ljós, að af 375 sjúklingum eru sem næst 150 taldir hafa haft botnlangabólgu, enda ekki færri en 146 botnlanga- skurðir gerðir á árinu. Virðist ekki geta náð nokkurri átt, miðað við það svæði, er sækir sjúkrahús á ísafirði, að liér sé nema að litlu leyti um raunverulega botnlangabólgu að ræða, og gerist ekkert þessu líkt annarsstaðar á landinu, þó að víðar kunni að sjúklingur byrjað að nota þau, er það geysilegum erfiðleik- um bundið að leggja notkun þeirra niður. 3. Eftirköst og fylgikvillar, sem koma í ljós eftir tveggja ára notkun lyfjanna, eru ægileg, og helztu sérfræðingar í liðagigt telja betur farið, að sjúklingarnir byrji aldrei að nota þau. (MMM 1952, 8 og Veg. N. D. 1952).

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.