Heilsuvernd - 01.06.1953, Síða 33
HEILSUVERND
61
ER MÆNUVEIKI NÆRINGARSJÚKDÓMUR ?
í 3. árgangi HEIRSUVERNDAR, 1. hefti, birtist ítarleg grein
eftir ritstjórann um mænuveiki, varnir gegn henni og meðferS
hennar. Þar er því haldið fram, aS enda þótt baktería eSa vírus
kunni aS eiga einhverja sök á þessum sjúkdómi, sé aSalorsökin
röng meðferS líkamans, og sérstaklega röng næring, sem veiki
mótstöSuafl lians gegn sýklum og öSrum sýkingaröflum. Ýmsir
erlendir læknar eru og þessarar skoSunar og hafa stutt hana
sterkum rökum. Læknir einn i Ameríku, dr. B. Sandler, liefir frá
árinu 1931 gert sérstakar athuganir og tilraunir varSandi áhrif
mikillar sykurneyzlu á næmi manna fyrir sýklasjúkdómum, og
fann hann náið samband þar á milli. í ágúst 1948 birtu öll dag-
blöð í Norður-Karólínu, en þar er dr. Sandler húsettur, ítarlega
frásögn af rannsóknum hans. M. a. hefir hann komizt að þeirri
niðurstöðu, að rjómaís, kóladrykkir og aðrir gosdrykkir séu ein
meginorsök mænuveiki. (Veg. N. D. 1952).
LJÓT MEÐFERÐ Á APPELSlNUM.
I svissneska tímaritinu Der Wendepunkt, sem gefið er út af
lækni, syni hins heimsfræga náttúrulækningafrömuðs Bircher-
Benners, sem lesendur HEILSUVERNDAR kannast við, er sagt
frá því, hvernig farið er með appelsínurnar í Flórída í Banda-
ríkjunum. Þær eru teknar grænar af trjánum, látnar liggja í ofni
við hæfilegan hita í 3—4 daga, bleiktar og loks litaðar fallega
gular.
Þegar auk þess er vitað, að jarðvegurinn er þrautpíndur með
tilbúnum áburði, sem skortir öll „míkró“-næringarefni og lífræn
efni (humus), og bæði jarðvegur og ávaxtatré úðuð með eitur-
efnum til varnar gegn skorkvikindum og sýklum, er engin furða,
þótt mikil brög'S séu að því, að menn þar vestra fái útbrot i andlit
af að drekka appelsínusafa, sem oft er búinn til í svonefndum
„mix“-vélum, án þess að taka börkinn af ávextinum áður.
Avextir frá Suðurlöndum munu ekki sæta þessum misþyrming-
um öllum, þótt vafalaust sé þar notaður tilbúinn áburður og
varnarlyf gegn sjúkdómum. (WMM 1953, 1).
ræða, miðað við árabilið 1941—1945. Vísar hann harðlega
á bug öllum grunsemdum um, að hann taki botnlanga úr
sjúklingum sínum að ástæðulausu og fullyrðir, að allir hafi
þeir raunverulega haft botnlangabólgu. Sjálfur hafi hann
engra hagsmuna að gæta, þar sem hann sé á föstum laun-
um og fái enga aukagreiðslu fyrir uppskurði.