Heilsuvernd - 01.06.1953, Qupperneq 35
HEILSUVERND
63
Læknirinn hefir orðið.
Um fjörefnalyf.
Héraðslæknirinn á VopnafirSi segir: „Um vítamínskortinn,
sem svo almennt er kvartaS um, vil ég segja ])að eitt, aS þar er
eitthvert gat í reikningnuni. Annaðhvort er allt þetta skraf um
vítamínskort helber ímyndun og vitleysa, eSa þá aS vítamínlyfin
frá verksmiðjunum, sem fólk etur nú eins og mat ,eru algerlega
ónýt og gagnslaus. Ég liefi séð góSan árangur af BM'ítamíngjöf
við taugagigt og afleiðingum hennar, en annars get ég ekki sagt,
að ég' hafi nökkru sinni séð augljósan og óyggjandi árangur af öllu
þessu pilluáti og sprautustandi. Það er tízkufyrirbrigSi, sem einn
étur eftir öðrum gagnrýnilaust“. (Heilbrigðisskýrslur 1949).
A að gefa börnum kjöt, kjötseyði og egg?
Um þetta segir amerdski læknirinn Rasmus Alsaker, höfundur
greinarinnar um meðferð ungbarna í Nýjum leiðum II:
„Þvi er almennt trúað, að kjöt sé styrkjandi fæða. í kjöti er
eggjahvíta, dálítil fita, mikið vatn, ýmis steinefni og dálítið af
fjörefnum. En i kjöti er líka mikið af úrgangsefnum, og það er
mjög sýrugæft. Af þeim ástæðum er það óheppileg fæða unguni
börnum, sem þurfa að hafa eins hreint og heilbrigt blóð og fram-
ast er unnt til þess að öðlast sem fullkomnasta heilbrigði. Og kjöt-
ið er ekki meira styrkjandi en hver önnur eggjahvítufæða, t. d.
mjólk. ÞaS er hreinasta firra að gefa börnum kjöt sem styrkjandi
og heilsuverndandi fæðu.
Þá er kennt, að kjötseyði sé mjög styrkjandi. En sannleikurinn
er sá, að i þvi er svo mikið af eitruðum úrgangsefnum, að það
eitrar ldkama barnsins og gerir það næmara en ella fyrir liitaveiki,
útbrotum og slímhúðarbólgum. Sé börnum gefið brauð og grautar
úr ósigtuðu mjöli, grænmeti og ávextir eftir föngum og kartöflur
með hýði, ásamt rótarávöxtum, eftir því sem þau hafa aidur til,
og fái þau næga útivist og gott loft dag og nótt, (þarf ekki að óttast
járnskort.
Egg eru ekki eins góð fæða og mjólk, hvorki að því er snertir
eggjahvítu, fitu né steinefni. Sé börnum gefið egg, ættu þau enga
mjólk að -fá í þeirri sömu máltíð.“ (H. C. 1953, 3).
Guðmundur Björnson, landlæknir: „Ekki skyldi gefa börnum
lcjöt fyrstu þrjú æviárin“.