Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 11

Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 11
HEILSUVERND Ebba Waerland: Sigurför Waerlands- fæðisins Höfundur þessarar greinar, frú Ebba Waerland, hafði verið sjúklingur um margra ára skeið, er hún kynntist Are Waerland og liferniskerfi hans. Á skömmum tíma komst hún til fullrar heilsu og liefir síðan verið ímynd hreysti og heilbrigði. Hún giftist Waerland síðar og var eftir það stoð hans og stytta meðan hann lifði og liefir eftir fráfail hans haldið áfram starfi hans, bæði í Svíþjóð og Þýzkalandi. Liferniskerfi Waerlands er fyrst og fremst miðað við heilbrigt fólk og stefnir að þvi að varðveita meðfædda lieilbrigði og koma i veg fyrir sjúkdóma. Frú Ebba Waerland tók sér fyrir hendur að rannsaka, hvernig bezt mætti koma sjúku fólki að liði. Byggði hún þær athuganir á hinum al- mennu lífernisreglum Waerlands, reynslu hans af meðferð sjúkl- inga og á eigin reynslu. Hún varð fyrsti stjórnandi heilsuhælis- ins i Kiholm, sem sænska heilsuræktarfélagið setti á stofn nálægt Stokkhólmi fyrir nokkrum árum. Siðan ferðaðist hún um Þýzka- ar eigum í höggi við, stafa af röngu matarhæfi, sem er steindautt og spillt í vali og matreiðslu. Ég tel mig í mikilli þakkarskuld við þessa ágætis menn og stofnanir þeirra. Ég tel mig þó standa í miklu meiri þakkarskuld við ykkur vini mína, sem staðið hafa í stríð- inu með mér við óvini mannlífsins, hrörnunarsjúkdóma, þar sem aðrir brugðust. Jónas Kristjánsson, lœknir.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.