Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 22

Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 22
14 HEILSUVERND öllum ber skylda til að gæta vel heilsu sinnar. Margir eru svo lánsamir, að þurfa sjaldan að hugsa um hana. En það er illt að vakna við það einn góðan veðurdag, að heilsan er farin. Lífsgleði, starfsþróttur og fegurð — allt farið. Þreyta, deyfð og elli komin í staðinn, löngu fyrr en þörf var á. Væri ekki vitlegra að bregða við meðan tími er til, kynna sér lögmál heilbrigðinnar, lifa eftir þeim og halda þannig æsku og starfsþrótti miklu lengur en ella? Reglurnar um meðferð mannlegs líkama eru ofur ein- faldar. Svo einfaldar að hverju barni væri fært að læra þær, enda ætti kennsla í meðferð og hirðingu líkamans að vera meginhlutverk heilsufræðinnar í öllum skólum. Það er einstaklingum og þjóðum engu ónauðsynlegra en lestur, skrift og reikningur. Fræðsla um þessi efni er eitt meginhlutverk þeirrar stefnu, sem nefnd hefur verið nátt- úrulækningastefna, en mætti með jafnmiklum rétti kenna við heilsurækt. Heilbrigði hefur verið skilgreind sem líkamlegt og andlegt jafnvægi. Menn greinir á um hversu mikil frávik frá fullkomnu jafnvægi geti talizt eðlileg, en það skiptir ekki meginmáii hér. Milli andlegrar og líkamlegrar heilbrigði er víxlverk- un, sem flestum er augljós. Andlega veilt fólk kvartar oft um margskonar líkamlegan krankleika, sem miklu síður leggst að þeim mönnum, sem eru andlega hraustir. Oft eru líkamlegar breytingar með þessum sjúkleika, svo sem magasár, ristilbólga, vöðva- og taugagigt o. s. frv. En líkaminn verkar einnig á sálina. Líkamleg veila dregur oftast athygli mannsins að sjálfum honum. Hugurinn snýst stundum endalaust kringum eigin þjáningu og magn- ar hana um allan helming. Þannig verður einnig sálin sjúk. Trúlega eru hin skörpu skil, sem gerð hafa verið milli sálar og likama, aðeins skynvilla. En ekki verður farið nánar út í þá sálma hér. Flestum læknum er nú orðið ljóst, að líta ber á manninn sem eina heild og haga sér eftir því. Andleg heilsuvernd, þ. e. a. s. geðvernd, skiptir meginmáli og má ekki gleymast. Hér á landi er starfandi

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.