Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 31

Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 31
HEILSUVERND 23 æðum hjartavöðvans — hinum svonefndu kransæðum — en hinum sem reykja ekki. Þá hefir það sýnt sig, að þess- ar æðaskemmdir eru mjög algengar á mönnum á unga aldri. Sjúkdómar stafandi af æðakölkun koma fram í mjög ólíkum myndum, eins og gefur að skilja, eftir því í hvaða líffæri æðabreytingarnar eru mestar. 1. Ef kransæðar hjartavöðvans þrengjast, fær vöðvinn of lítið blóð, of lítið súrefni og ónóga næringu. Þetta kem- ur sérstaklega í ljós ef maðurinn reynir á sig, gengur upp stiga, upp brekku, hleypur eða tekur á. Hann fær þá verk fyrir brjóstið, hjartakveisu, sem leggur oft upp í axlir og fram í handleggi, einkum vinstra megin. Verkurinn líður frá við hvíld, en stundum þarf meðul, sem víkka æðarnar, þannig að hjartavöðvinn fær nóg blóð, og verkurinn hverf- ur samstundis. Stundum lokast kransæð og stíflast alveg. Ef um stóra æð er að ræða, hættir hjartað að starfa og maðurinn hnígur niður og andast samstundis eða á fá- einum mínútum. Þetta er algengasta tegund af „hjarta- slagi“. Sé það minni grein sem stíflast, fær sjúklingurinn kvalir fyrir brjóstið, og verður að gefa sterkt deyfilyf til að lina þrautirnar. Breytingarnar í hjartavöðvanum eru fólgnar í því, að vöðvafrumur þær, sem nærast af hinni stífluðu æð, deyja og eyðast á nokkrum dögum eða vikum, en í staðinn myndast bandvefur, og verður þar eftir ör í hjartavöðvanum. Eftir nokkurra vikna legu og hvíld get- ur sjúklingurinn hafið fótavist á ný og jafnvel tekið til fyrri starfa, en verður auðvitað um það að hlíta ráðum lækna sinna. Á hjartalínuritum má sjá hvar í hjartanu skemmdin hefir orðið, og hvort hún er stór eða lítil. Stund- um er þetta á svo lágu stigi að sjúklingurinn verður lítilla óþæginda var. Eftir kransæðastíflur er hjartað alltaf veik- ara en áður, örið dregur úr krafti þess og starfshæfni. Það vill bera á mæði fremur en áður, svo að sjúklingurinn verður að hlífa sér við áreynslu. 2. Ef æðakölkun í heilaæðum kemst á hátt stig, getur

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.