Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 26

Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 26
18 HEILSUVERND sjálfan þig, hvort heldur þú kýst að lifa eftir sannfæringu þinni eða þvert ofan í hana. Reyndar held ég að sá maður sé ekki til, sem í einu og öllu tekst að lifa eftir sannfær- ingu sinni. Það ætti að vera okkur ástæða til að vera mild- ir í dómum okkar gagnvart öllum öðrum en okkur sjálf- um. Við skulum reyna að fylgja sannfæringu okkar eftir með festu og öryggi. Þó að félag okkar sé lítið þarf það ekki að vera veikt. Ef við leggjum okkur öil fram um að starfa með gleði, frjálslyndi og heiðarleika, ætti því að vera tryggð löng ævi og giftudrjúgt starf í þágu lands og þjóðar. ,,Og þá vaxa meiðir þar vísir er nú, svo verður, ef þjóðin er sjálfri sér trú.“ <o> FRUMSTÆÐ MANNRÉTTINDI. Það er kominn tími til að snúast gegn reykingum og lita á þær frá sjónarmiði hins heilbrigða og heilbrigt hugsandi manns: Þær eru heilsuspillandi, sóða út hibýli manna og kosta peninga, sem betur mætti verja. Björnstjerne Björnsson leit á reykingar sem sóðaskap og leyfði hvergi reykingar i liúsi sínu á Aulestad nema í sérstakri stofu uppi á lofti, sem hann kallaði Grisestuen. Hann hélt þvi fram, að allir menn ættu lieimtingu á að anda að spr hreinu lofti og að það væri óþolandi ókurteisi að leyfa sér að eitra loftið fyrir öðrum. Reykingamenn taka yfirleitt litið tillit til þeirra, sem í kringum þá eru; ef þeim fer fækkandi, sem reykja, gæti verið, að þeir, sem illa þola reyk, fengju rétt til þess að afþakka þá reykjarsvælu, sem þeim er nú boðið upp á, hvar sem þeir koma, i húsum og bílum, jafnvel í sinum eigin liúsum. Ef nokk- uð er frumstæð mannréttindi, þá er það rétturinn til þess að anda að sér hreinu lofti. (Níels Dungal, prófessor, í Fréttabréf um heilbrigðismál, júli—- ágúst 1953).

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.