Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 36
28
HEILSUVERND
3. I því eru einnig ómettaðar fitusýrur.
4. 1 því er einnig aukanæring, sem nýtur sín vel, þeg-
ar um ungþörn er að ræða.
5. D-fjörvið í lýsinu virðist nýtast betur, að tiltölu,
heldur en þegar um sterkari fjörviblöndur er að
ræða.
6. Það er dálítið joð í lýsi.
7. íslendingar framleiða sjálfir mikið magn af fyrsta
flokks lýsi, bæði til eigin afnota og útflutnings.“
Bls. 33: Mynd af 5 vikna gömlum kjúklingum. Sá stærsti
fékk náttúriegt D-fjörvi úr lýsi. Miðfuglinn fékk gerfi-D-
fjörvi, ,,Calciferol“, sama fjölda eininga og hinn fyrri.
Minnsti fuglinn fékk ekkert D-fjörvi.
Loks segir svo á bls. 123: „Margfróðir karlar og konur
töldu lýsið vera allra meina bót, eða svo til. Vísindin hafa
léð lýsinu eftirfarandi eiginleika, og mun þó varla full-
talið:
1. Tryggir eðlilegan fósturþroska og vöxt og viðgang
alls ungviðis og lengir lífið.
2. Fyrirbyggir og læknar beinkröm unglinga og bein-
meyru fullorðinna og krampahneigð barna. Það
tryggir og rétta tannbyggingu og flýtir fyrir að bein-
brot grói.
3. Hefir vernandi áhrif á augun gegn augnbólgum, bæt-
ir sjón undir vissum kringumstæðum og læknar
náttblindu.
4. Verndar slímhúðir og hefir læknandi áhrif á ýmsa
húðsjúkdóma.
5. Eykur mótstöðuafl gegn hitasóttum, sérstaklega
andfærasjúkdómum, og ýmsum öðrum kvillum, sem
sóttkveikjur valda.
6. Hefir lengi haft orð á sér sem gott sárasmyrsl, sér-
staklega á brunasár og önnur sár, sem hafzt hafa
illa við og gengið illa að skinnga.
7. Hefir yfir 50 ár verið viðurkennt lyf við meðferð
berklaveiki, bæði til þess að byggja upp hina al-