Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 19

Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 19
HEILSUVERND 11 með þungri og tormeltri fæðu, heldur neyta fæðutegunda, sem eru léttmeltar og stuðla að úthreinsunarstarfi likam- ans. Heppilegasti morgunmaturinn er því súrmjólk og ný- ir ávextir. En eftir kl. 12 þarf líkaminn á næringu að halda, og þá má borða annaðhvort grænmetismáltíð, aðallega hrátt grænmeti, eða þá kornmat, svo sem brauð, krúsku, ásamt mjólk og mjólkurmat. 1 daglegu fæði þarf að vera heldur meira af lútargæf- um en sýrugæfum matvælum. Önnur aðalmáltíðin ætti að vera samsett eingöngu af lútargæfum matvælum (grænmeti), en í hinni ætti að vera heldur meira af sýru- gæfum en lútargæfum matvælum (kornmatur er sýru- gæfur). Hitt skiptir engu máli, hvor máltíðin er etin um hádegið eða að kvöldinu. Þá lagði Are Waerland mikla áherzlu á að drekka nóg vatn. An þess geta hreinsunarlíffæri líkamans ekki innt störf sín af höndum, svo að skaðleg úrgangsefni safnast fyrir, eitra líkamann og verða frumorsök margvíslegra sjúkdóma. Waerland talar oft um amöbuna, þennan ein- frumung, sem er ódauðleg, og laus við alla sjúkdóma, vegna þess að hún losar sig jafnóðum við öll úrgangsefni frá meltingarstarfinu. Svo nauðsynlegt sem ytra hrein- læti er, þá er innra hreinlæti enn þýðingarmeira. Það er hyrningarsteinninn undir heilbrigðu lífi. Til þess að stuðla að innra hreinlæti hefir grófmeti úr jurtaríkinu mikla þýðingu, svo sem jurtatrefjar og hýði korntegunda, sem örva hreyfingar þarmanna og styrkja þarmaveggina. Are Waerland var fæddur vísindamaður, og þeir sem lesa bækur hans sjá það bezt, með hvílíkri nákvæmni hann fjallar um hinar ýmsu hliðar heilbrigði og sjúkdóma. 1 síðustu bók sinni, sem kom út á þýzku og heitir í sænskri þýðingu „Vágen till en ny mánsklighet“, hefir hann hag- nýtt sér árangur af samstarfi við þýzka lækna. Þetta stóra

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.