Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 34

Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 34
HEILSUVERND Heilbrigði úr hafdjúpunum Rétt fyrir jólin 1958 kom út í Reykjavík bókin „Heil- brigði úr hafdjúpunum" eftir Baldur Johnsen, héraðslækni í Vestmannaeyjum. Höfundur hefir lengi verið einn af hin- um áhugasömustu íslenzkra lækna um manneldismál og heilsuvernd, kynnti sér þau mál sérstaklega í Englandi fyrir nokkrum árum og hefir hlotið viðurkenningu sem sérfræðingur á því sviði. Bók þessi fjallar aðallega um lýsið, eiginleika þess og efnasamsetningu, hollustu þess, um ýmsa sjúkdóma, sem stafa af skorti þeirra fjörefna, sem lýsið hefir að geyma (A- og D-fjörefni), framleiðslu lýsis á ýmsum tímum og helztu lýsistegundir. Bókin er mjög fróðleg og alþýðlega rituð. Heilsuvernd tekur sér bessaleyfi til að birta smá- kafla úr þessari bók, sem menn ættu að eignast og lesa með athygli. Höfundur segir í formála: „Námsferð um Norðurlönd árið 1957 sannfærði mig um, að læknar í Danmörku og Noregi taka yfirleitt lýsið fram yfir gerfiefnin, nema í undantekningartilfellum. Og Norð- menn eru alveg ákveðnir í því að hleypa ekki pillum eða öðrum gerfiefnum eða lýsisþétti inn í skóla sina né heilsu- verndarstöðvar. Þar er þorskalýsið eitt um hituna, en það vann sér þann heiðurssess í síðasta stríði, þegar Norðmenn áttu í miklum erfiðleikum, meðal annars með öflun matvæla". lengur. Slys eða sjúkdómar valda því að menn deyja fyrir aldur fram. Langsamlega tíðasta orsök þess er æðakölkun. H. Muller, lœknir. (Lauslega þýtt úr „Vie et Santé“).

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.