Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 37

Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 37
HEILSUVERND Hnerriim Hnerrinn er ósjálfrátt viðbragð líkamans til þess ætlað að reka út aðskotahluti, sem berast inn í nefið. Hann er fólginn í því, að fyrst dregur maður djúpt að sér andann, og síðan kemur snögg og krampakennd útöndun, sem mik- ill hávaði fylgir, og kröftugur loftstraumur þeytist út um nefið. Aðskotahluturinn, sem venjulega er lítið korn, ertir taugaenda í slímhúð nefsins, taugin ber boð upp til stöðva í mænu og heila, og þaðan berast svo boð til vöðva, sem annast öndunarhreyfingar og koma hnerranum af stað, og einnig til vöðva í koki og í andliti — menn gretta sig herfilega við hnerra. — Hóstinn á sér svipaðan aðdrag- anda. Þá er um að ræða ertingu í barka eða lungnapípum, ýmist frá ögnum eða hlutum, sem berast utan frá, vegna slíms eða graftar sem þar myndast, eða þá vegna eiturefna, samanber t. d. þurrahósta reykingamanna. Hóstinn er að nokkru leyti sjálfráður, þó að oft sé hann óviðráðanlegur. Hóstinn er blátt áfram lífsnauðsynleg ráðstöfun, ekki að- eins til að reka burtu hluti sem hrökkva ofan í mann, heldur til að losa upp slím, sem élla gæti stíflað lungnapíp- ur með lífshættulegum afleiðingum. T. d. er lögð á það mikil áherzla, að sjúklingar séu duglegir að hósta eftir að- gerðir á lungum eða í brjóstholi, jafnvel þótt það séu hin mestu harmkvæli fyrir þá. Það gefur því að skilja, að menn mega ekki nota hóstastillandi lyf nema eftir læknis- ráði, t. d. ef hósti heldur vöku fyrir sjúklingi til lengdar. mennu varnarkrafta líkamans, og, að því er virðist, með sérstökum áhrifum á sóttkveikjurnar, sem hægt hefir verið að sýna fram á í tilraunaglösum. 8. örfar nýrnastarfsemi, dregur úr æðakölkun og hefir læknandi áhrif á háan blóðþrýsting“.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.