Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 17

Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 17
HEILSUVERND 9 göngu á ósoðinni jurtafæðu, án mjólkur og hinna þýðing- armiklu næringarefna, sem í henni eru, ekki sízt fyrir vax- andi ungviði. Afleiðingin varð sú, að hann varð fyrir þeirri miklu sorg að missa börn sín öll af afleiðingum næringar- skorts. önnur ástæða til þess að Are Waerland tók mjólk upp í viðurværi sitt var sú, að mönnum veitist léttara að láta af kjötneyzlu, ef þeir fá mjólk og mjólkurmat. Það er mikill munur á eggjahvítu í kjöti og í mjólk. Kjöt- eggjahvítan kemur frá dauðum dýrum, en mjólkin frá lifandi dýrum. Kjöteggjahvítan rotnar, en mjólkureggja- hvítan súrnar, vegna þess að í henni tímgast sýrugerlar, sem eru heilsu okkar svo gagnlegir. Áður fyrr töldu nær- ingarfræðingar kjöteggjahvítu miklu verðmætari en eggja- hvítu í mjólk og jurtafæðu. Nú hafa fyrrnefndir vísinda- menn sannað, að þessu er öfugt farið. Prófessor Schweigart hefir fundið, að eggjahvítan í græna blaðinu er verðmæt- ari en nokkur önnur eggjahvíta. Are Waerland hafði þann- ig rétt fyrir sér, er hann hélt því fram að græna blaðið væri þýðingarmest allra fæðutegunda og tók það upp í viðurværi sitt samhliða kommat og mjólkurmat. Dr. Rusch hefir einnig viðurkennt gildi mjólkur. Við rannsóknir sínar á nauðsynlegum bakteríugróðri í manns- líkamanum fann hann, að sumir gerlar eru okkur blátt áfram ómissandi. Þeir lifa í þörmunum og framleiða þar fjörefni, ensym (efnakljúfa, hvata) og fleiri lífsnauðsynleg efni. Gerlar eru nú notaðir sem lyf, vegna þess að vitað er að þeir framleiða efni, sem verka á vefi og frumur líkamans. Dr. Rusch hefir sýnt, að jarðargróður, sem rækt- aður er með lífrænum aðferðum, og mjólk frá heilbrigð- um kúm rétt fóðruðum, flytja með sér þýðingarmikla gerla inn í líkama okkar og útrýma þaðan skaðlegum bakteríum. Hinn þekkti þýzki prófessor Kötschen lítur einnig á mjólkina sem fyrsta flokks fæðu. Kartaflan er einnig mikilsverð fæðutegund, m. a. vegna þess hve lútargæf hún er. Sé hún soðin með hýði og án

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.