Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 25

Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 25
HEILSUVERND 17 En fleiri eru hornin, sem í þarf að líta. Holl fæða er nauðsynleg, en enginn heldur þó heilsu til lengdar sem ekki sefur þeim svefni, sem hann þarfnast, vanrækir alla útivist og hreyfingu og neytir svo auk þess eiturlyfja. En furðulegt er samt, hvað sumir mega bjóða sér. Enda nota margir það sér til varnar, þegar þeir vilja réttlæta lifn- aðarhætti sína. Yfirleitt er vandinn ekki í því fólginn að segja til vegar. Benda má á fjölda bóka, sem er hin bezta leiðsaga í heilsurækt. Hitt er erfiðara að skafa svo úr eyrum manna, að orðin sleppi inn. Ekki inn um annað eyrað og út um hitt, heldur alla leið inn, þangað sem skynsemin býr. Hún sefur oft fast og þarf að ýta duglega við henni. Þetta mannlega eðli, sem í okkur býr, er svo erfitt viðfangs, því að hið góða, sem við viljum, gerum við ekki. Þessvegna verðum við stöðugt að halda vökunni og berjast við svefninn, sem að okkur sækir. Til þess þarf trú. Trú á sigur hins góða málefnis, sem við viljum berj- ast fyrir. Við erum aldrei nógu vakandi. Lítum til dæmis á þetta félag okkar, Náttúrulækningafélagið. Hlutverk þess er að fyrirbyggja sjúkdóma og stuðla að heilbrigði á sál og líkama. Getur tilgangurinn verið betri? Hvers vegna eru ekki fleiri í slíkum félagsskap? Hvers vegna sjáum við svo fáa unglinga í hópi okkar? Við erum ekki nógu brenn- andi í andanum, ekki nógu samtaka, ekki nógu mikið lif- andi. Ég á ekki við að okkur skorti ofstæki. Af því verður alltaf of mikið í heiminum. Það þrengir hugsunina og kynd- ir undir sjálfbirgingslegri dómsýki. Það á ekkert skylt við lif og anda, þó að sumir séu svo glámskyggnir að rugla svo fjarskyldum hugtökum saman. Náttúrulækningafélag á ekki að vera leiðinleg kredduklíka fyrir skrítið fólk, held- ur lifandi, skemmtilegt og frjálslynt félag fyrir venjulega dauðlega menn. Það krefst ekki annars bindindis en þess, sem hver og einn kýs að leggja á sjálfan sig af fúsum og frjálsum vilja. En annað er það, að með því að ganga í félagið gefur þú til kynna, að þú sért stefnu þess hlynntur, a. m. k. í aðalatriðum. Og þú verður að gera það upp við

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.