Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 32

Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 32
24 HEILSUVERND afleiðingin orðið sú að æð stíflist eða bresti. f báðum tilfellum lýsir þetta sér sem heilablóðfall. Einkennin eru ákaflega margvísleg og á misháu stigi, eftir því hvar í heilanum þetta skeður og eftir stærð æðarinnar. Stund- um deyr sjúklingurinn svo að segja samstundis. Oft missir hann meðvitund. Og oftast lamast hann að meira eða minna leyti, venjulega aðeins á annarri hlið. Stundum lamast öll hliðin, stundum aðeins andlitsvöðvar eða hluti þeirra, eða handleggur eða fótur. Oft missir sjúklingur málið. Menn geta náð sér og orðið fullfrískir eftir heila- blóðfall, aðrir fá nokkurn bata. 3. Æðakölkun í nýrnaæðum er hættulegt ástand. Dag- lega fara 500 til 1500 lítrar af blóði gegnum nýrun, sem eru þýðingarmesta hreinsunartæki líkamans. Gegnum þau losar líkaminn sig við mikið af úrgangsefnum, sem skiljast út i þvagið. Það er því hætta á ferðum ef nýrnaæðarnar þrengjast, því að þá minnkar blóðrennslið gegnum nýrun, svo að úrgangsefnin hafa ekki möguleika á að skiljast þar út í nægilega ríkum mæli. Nýrun eru undraverð líf- færi. Þegar blóðið kemur inn í nýrun, síast hluti af blóð- vatninu gegnum nýrnafrumurnar og inn í fyrsta hluta þvagganganna. Nemur þetta blóðvatnsmagn 1/8 lítra á mínútu eða tæpum 200 lítrum á sólarhring. Dálítið neðar í hinum fíngerðu þvaggöngum nýrnanna fer meiri hlut- inn af þessu blóðvatni gegnum aðrar frumur og aftur inn í blóðrásina, en þessar sömu frumur hleypa auk þess vissum efnum úr blóðinu öfuga leið út í þvagpípurnar. Út- koman verður sú, að af þessum 200 lítrum sem síast gegn- um nýrnafrumurnar fara aðeins 1.5 lítrar út úr líkaman- um sem þvag. Menn geta lifað góðu lífi með eitt nýra. En sýkist þau bæði, er lífshætta á ferðum. 3. Ef slagæðar í ganglimum þrengjast eða stíflast, fá menn oft mikla verki í fætur, einkum við gang. Verkirnir eru aðallega í kálfum og stafa af því að vöðvana vantar súrefni. Þeir eru því svipaðs eðlis og hjartakveisan. Verk- irnir líða frá við hvíld, því að þá dregur úr súrefniseyðslu

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.