Heilsuvernd - 01.09.1959, Side 6

Heilsuvernd - 01.09.1959, Side 6
68 HEILSUVERND þótta einstaklinga og öðrum óraunhæfum ályktunum. Á þann hátt má búast við, að unnt verði að fá samstarf og verðmætar niðurstöður, þó að flestir læknar og visinda- menn hafi opinskáa eða leynda samúð með tóbakinu. 1 tóbakinu er efni, sem heitir nikótín. Hinn mikli sænski jurtafræðingur, Linné, gaf jurtinni fyrstur latneska nafn- ið og kallaði hana Nicotiana í höfuðið á frakkneskum sendiherra Jean Nicot, er var við hirðina í Portúgal. Nafnið hefur svo færzt yfir á eitt hættulegasta eiturefnið í jurtinni. Til eru tvær tegundir, Nicotiana tabacium og Nicotiana rustica, sem hæfar eru til ræktunar, en auk þeirra fjöl- margar tegundir, sem þykja ekki eins nothæfar. Jurtin getur orðið 3—4 metrar á hæð, þótt venjulega sé hún töluvert smávaxnari, þar eð tóbakið þykir annars of gróf- gert. Tóbaksjurtin hefur mjög mikla aðlögunarhæfni, og þótt upprunalegt heimkynni hennar sé á hitabeltissvæð- inu, hefur hún þó seilzt langt norður á bóginn. Hef ég t. d. séð hana ræktaða allverulega norður í British Columbía í Kanada. Hún er mjög rík af málmsöltum, þar af kem- ur hin þétta aska góðra vindla og hin sterka og 'heita glóð þeirra. Nikótínið finnst ekki, svo vitað sé, í neinni ann- arri jurt. Það er lyktarlaust en mjög beiskt á bragð og brennandi, og hafa sterkar upplausnir af því mjög ertandi áhrif á húð og slímhúð. Það uppleysist auðveldlega í vatni og vinanda og er fyrst í stað litlaust, en þegar ljósið og loftið hafa um stundarsakir verkað á upplausnina, um- breytizt það smátt og smátt. Upplausnin verður brúnleit, og kemur þá af henni nokkur tóbaksþefur. I fremur lágum styrkleika hefur nikotínið mjög ein- kennileg áhrif á taugakerfið. Eftir skammvinna örvun og ertingu lamar það frumurnar í ósjálfráða taugakerfinu, en hefur ekki nein áhrif á taugaþræðina. Þessi sérstæðu áhrif nikotínsins hafa reynzt gagnleg til þess að leiða í ljós eðli og gerð ósjálfráða taugakerfisins, en sem full- komnust þekking á því er mjög mikilvæg.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.