Heilsuvernd - 01.09.1959, Síða 16

Heilsuvernd - 01.09.1959, Síða 16
78 HEILSUVERND Dr. fU., dr. med. Jóhannes Kuhl segir í bók, er hann hef- ir ritað um hættuna af geislalækningum, að í svifdýrum í ánni Clinch, sem tekur við frárennsli frá kjarnorkuveri í Oak Ridge, sé 10 þúsund sinnum meira geislamagn neðan kjarnorkuversins en fyrir ofan það. Kjarnorkunefnd í Bandarikjunum hefir komizt að raun um, að á síðustu ár- um hafa orðið verulegar breytingar á æxlun, vexti og lang- lífi margra fisktegunda í vatni einu, sem tekur við geisla- virkum efnum í litlum mæli frá kjarnorkuveri. (Niðurlag í næsta hefti). GJAFIR til heilsuhælis N.L.F.l. og í Kapellusjóð Sigurjóns Danívalssonar. Frá Dyrhólasystrum, til minningar um bróður þeirra Friðrik Þorsteinsson skrifstofumann, frá Dyrhólum: Elín Ragnheiður Þorsteinsdóttir húsfreyja, Eskifirði, kr. 1.000,00. Matthildur Þorsteinsdóttir húsfreyja, Lundi, Vestmanna- eyjum: ríkisskuldabréf kr. 1.000,00. Elín Þorsteinsdóttir húsfreyja, Löndum, Vestmannaeyj- um: í Kapellusjóð Sigurjóns Danívalssonar kr. 1.000,00. Þá hefir heilsuhæli N.L.F.I. borizt áheit frá Svanhildi Bjarnadóttur og Þórarni Guðmundssyni, kr. 100.00. Kærar þakkir. Stjórn N.L.F.l.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.