Heilsuvernd - 01.09.1959, Page 22

Heilsuvernd - 01.09.1959, Page 22
84 HEILSUVERND Robert R. Gross, lceknir: TÍÐABRIGÐIM Tíðabrigðin eru þær breytingar í líkama konunnar, sem koma fram um það leyti, er hún hættir að hafa á klæðum. Til grunavallar þessum umskiptum liggja lítt þekktar breyt- ingar á myndun kynhormóna. Það að konan hættir að hafa tíðir er aðeins eitt þeirra einkenna, sem fram koma, og stafar af því, að eggjastokkarnir hætta að mynda full- þroskuð egg; en eftir að konan hefir náð kynþroskaaldri, og til þessa tima, losnar egg einu sinni í mánuði úr öðrum hvorum eggjastokk hennar, og viku til tíu dögum síðar byrjar hin mánaðarlega blæðing, svo framarlega að eggið hafi ekki frjóvgazt. Helztu einkenni á þessu tímabili eru: Hitasteypur og roðaköst, bráðlyndi, þuhglyndi, máttleysi eða lamanir, liða- verkir, svefnleysi, hrukkur, taugaveiklun, höfuðverkur, of- fita, ýmiskonar óljós óþægindi og vanlíðan. Og læknum hættir til að afgreiða hverskonar kvartanir sjúklinga sinna á þessum árum með orðinu tíðabrigði. Tíðabrigðin eru orðin einskonar grýla í lífi konunnar. Flestir telja þessi óþægindi sem óhjákvæmilegt böl. En er það svo? Engan veginn: Ónáttúrlegir lifnaðarhættir eiga veru- lega sök á þessu ástandi, sem er að mestu óþekkt meðal frumstæðra þjóða og hefir löngum verið minna áberandi í sveitum en borgum. Ef menn lifa heilbrigðu lífi, skiljast öll úrgangsefni lík- amans út gegnum hin eðlilegu hreinsunarlíffæri: Nýru, iungu, húð og þarma. Hjá konum stendur hin mánaðarlega blæðing þá stuttan tíma og er án allra óþæginda. Nú haga flestir hinsvegar líferni sínu þannig, að líkami þeirra of-

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.