Heilsuvernd - 01.09.1959, Side 25

Heilsuvernd - 01.09.1959, Side 25
HEILSUVERND 87 unz hann brýzt út í verri mynd en áður. Þessi ranga með- ferð veikir náttúrulega varnarkrafta líkamans. Bezta ráðið til varnar og lækningar telur hann hið forna heilræði Hippókratesar, sem sagði: „Læknisdómur yðar skal vera fæða yðar, og fæðan skal vera læknisdómur yðar“. Hann bendir á náttblindu sem veigamikla orsök umferð- arslysa. En náttblinda stafar af skorti A-fjörefnis, sem er nauðsynlegt til að mynda hinn svokallaða sjónpurpura í nethimnunni. A-fjörefni fá menn í lýsi, eggjarauðu, smjöri. En það myndast líka úr karótínisem mikið er af í græn- meti, svo sem gulrótum, tómötum og öllum grænum blöð- um. En upptaka karótíns úr þörmum inn í blóðið gengur bezt í sambandi við fitu, t. d. er salat er borðað með matar- olíu eða gulrætur með smjöri. Prófessor Halden leggur áherzlu á, að Bl-fjörefnið, sem starfsemi heila og taugakerfis er svo mjög háð, er einnig nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að sykur og sterkja t. d. úr mjölmat komi líkamanum að notum sem orkugjafi. Til þess þarf einnig fosfórsýru. En bæði þessi efni, Bl-f jörefni og fosfórsýru, er að finna í miklu magni í hýði og kími korn- tegunda. Er því ákaflega mikilsvert að borða allt kornhýði, enda eru í því mörg önnur verðmæt næringarefni, svo sem fyrsta flokks eggjahvítuefni, járn og mangan, sem taka þátt í myndun rauðu blóðkornanna, E-fjörefni og mörg fjörefni úr B-flokkinum önnur en Bl. Um C-fjörefni lætur próf. Halden þess getið, að auk hinna alkunnu eiginleika þess fyrir búskap líkamans hafi það einnig mikla þýðingu fyrir nýtingu eggjahvítu í líkam- anum. Þá lætur hann þess getið, að kalkrík fæða, svo sem mjólkin, geti stuðlað að því að vernda líkamann gegn tjóni af völdum geislavirkra efna. Strontium er eitt þeirra geislavirku efna, sem myndast við kjarnasprengingar. Það vill setjast í bein og valda skemmdum m. a. á merg og blóði. Sé mikið borðað af kalkríkri fæðu, skilst nokkuð af kalkinu út úr líkamanum og tekur þá með sér strontium.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.