Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 28

Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 28
90 HEILSUVERND lega sykur, hvítt hveiti og niðursuðuvörur, til þessara eyja, eins og til annarra frumstæðra þjóða, í skiptum við fram- leiðslu hinna innfæddu. Dr. Price kom einnig til Hawai, en þar er lítið orðið eftir af frumbyggjum. Meöál Afríkuþjóða. Árið 1935 heimsótti dr. Price um 30 kynflokka í Austur- Afríku, allt frá miðbaug til Miðjarðarhafs. Hvarvetna fann hann áberandi mun á hreysti og heilbrigði innfæddra manna og innfluttra. Stafaði þessi munur bersýnilega ekki af mismuni á þjóðerni, því að hinir innfæddu sýktust á sama hátt og 'hvítir menn, er þeir tóku upp lifnaðarhætti þeirra. Hvítur spítalalæknir í Kenya skýrði svo frá, að í margra ára starfi meðal innfæddra hafi hann varla séð botnlanga- bólgu, gallsjúkdóma, blöðrubólgu eða magasár og mjög sjaldan krabbamein. Meðal 6 ættbálka fann dr. Price ekki eina einustu skemmda tönn né skakka, og yfirleitt voru tannskemmdir hverfandi litlar, nema hjá þeim, sem höfðu breytt matar- æði sínu. Fæði þessara þjóða er með ýmsu móti. Við sjó eða vötn og ár borða menn mikið fiskmeti. Sumstaðar er kvikfjár- rækt, og þar borða menn kjötmeti og mjólk. Aðrir stunda dýraveiðar. Og allstaðar er grænmeti og aldin verulegur þáttur í mataræðinu, svo og kornmatur. Sumir lifa ein- vörðungu á jurtafæðu. Meðal annars eru borðaðar sætar kartöflur, baunir, mais o. s. frv. Sumstaðar drekka menn blóð úr lifandi nautum. Þeir taka blóðið úr æð á hálsi nautsins, allt að 4 lítrum í senn. Þeir hræra í blóðinu til að ná úr því trefjunum, sem þeir steikja og eta, en blóðið drekka þeir hrátt. Þetta er endur- tekið á mánaðar fresti, án þess skepnunum verði nokkuð meint af. Sé þess nokkur kostur, fá börn daglega hrátt blóð að drekka.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.