Heilsuvernd - 01.09.1959, Síða 32

Heilsuvernd - 01.09.1959, Síða 32
94 HEILSUVERND SAMBAND NORRÆNNA WAERLANDSFÉLAGA. Hinn 31. jan. og 1. febr. 1959 komu saman í Stokkhólmi fulltrúar frá waerlandsfélögum í Svíþjóð, Finnlandi, Nor- egi og Danmörku. Félögin kenna sig ýmist við Waerland, náttúrulækningar eða heilsuvernd, en markmið þeirra allra er eitt og hið sama. Því miður var enginn fulltrúi frá Islandi, og kom á þinginu fram ósk um, að það tæki síðar þátt í þessari samvinnu. Sambandið hlaut heitið Allnord- isJca förbundet for folkhálsa. Frú Ebba Waerland tók þátt í störfum stofnþingsins, og var hún kjörin heiðursfélagi sambandsins. Eitt af fyrstu verkefnum sambandsins mun verða barátta gegn sælgætisáti barna og unglinga. Enn- fremur verður unnið að auknum kynnum félagsmanna m. a. með því að koma á víxlheimsóknum milli landanna. NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG REYKJAVÍKUR hélt aðalfund fimmtudaginn 2. júlí 1959. Formaður, Steinunn Magnúsdótir, flutti skýrslu um störf félagsins á árinu 1958. Auk fundahalda stóð stjórn félagsins fyrir matreiðslunámskeiði, og efnt var til grasaferðar. Félagar eru nú 948, þar af 86 ævifélagar. Gjaldkerinn, Njáll Þór- arinsson, las upp reikninga félagsins, sem voru samþykkt- ir. Stjórn félagsins var endurkosin, en hana skipa: For- maður er Steinunn Magnúsdóttir og meðstjórnendur Guð- rún Árnadóttir, Klemens Þorleifsson, kennari, Njáll Þór- arinsson, stórkaupmaður, og Svava Fells. Á fundinum voru kosnir fulltrúar á næsta landsþing Náttúrulækningafélags Islands. Samþykkt var áskorun á stjórn NLFl um að efna til merkjasölu á afmælisdegi forseta NLFÍ, Jónasar læknis Kristjánssonar, hinn 20. sept., til ágóða fyrir Heilsuhæli NLFl, eins og gert var um margra ára skeið.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.