Heilsuvernd - 01.12.1961, Qupperneq 11

Heilsuvernd - 01.12.1961, Qupperneq 11
IIEILSUVKliNI) 90 yœtl, aö nokkur nái fullorðinsaldri með heilar tennur. Það þykir nú orðið svo sem allskostar eðlilegt, að tennurnar fari forgörðum á unga aldri. Tannveikin þ-ykir nú orðið sjálfsagður fylgifiskur menningarinnar. Þetta bendir ótvírætt á það, að eitthvað er bogið við menningu nútimans, eUthvað athugavert og óheppi- legt við nútíðarlifnaðarháttu vora. Ég hefi heyrt lækna halda því fram, að tann- skemmdir orsakist aðeins af sýklum eða gerlum, en það mun ekki reynast rétt, heldur stafi þær aðallega af óheppilegri fæðu. Howe, amerískur lceknir og vtsindamaður, heldur því fram, að tannskemmdir séu ekki sjúkdórnur út af fyrir sig, heldur séu þær samfara veiklun í öllum lik- amanum og orsakist af skorti á kalki, járni og fjör- efnum í fœðunni, og komi skortur á þessum efnum þvi til leiðar, að truflun verði á kalkmeltingu líkam- ans, þannig að tennurnar missi kálk sitt og verði þar af leiðandi linar og hætlara við skemmdum en ella. Hann segir, að Eskimóar hafi engar tannskemmdir, og fái þann kvilla ekki fyrr en þeir semja sig að siðum hinna svokölluðu menningarþjóða í mataræði Ennfremur segir hann, að íbúar Helluskaga (Lábrador) hafi áður haft sterkar tennur, en nú lifi þeir að miklu leyti á brauði og tei og fái s'iðan mjög að kenna á tannveik- inni. Háskotar hafa sterkar tennur, en þcgar þeir fara að semja sig að siðum borgarbúa í mataræði, skemmast tennur þeirra mjög fljótt. (Heilsufar og hegðun, fyrirlestur fluttur á Sauðárkróki 1923. Nýjar leiðir, 2. rit NFLÍ).

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.