Heilsuvernd - 01.12.1961, Blaðsíða 18

Heilsuvernd - 01.12.1961, Blaðsíða 18
100 ÍIEILSUVKRNI) brátl, að lestur einn væri ekki nægilegur til árangurs. Ekki mundi ég öðlast heilbrigði með því einu að sitja við vegar- merkin og segja, að vegurinn væri réttur. Nú varð að reyna að ganga hann og sjá, hvert hann bæri mig. Nú hófst ég handa og fylgdi eins vel og ástæður mínar frekast leyfðu þeim le'ðbeningum, sem gefnar voru í áður- nefndum bókum, um fæðuval, hreinsun líkamans, utan og innan, og heilnæma lifnaðarhætti yfirleitt. Eftir um það bil þrjár yikur fann ég greinilega, að allt stefndi í rétta átt. Höfuðverkurinn og andarteppan voru á undanhaldi. Eksemið var að kalla mátti horfið, svefn- þörf og drungi hafði minnkað til muna. Þetta kom sér líka sérslaklega vel, því að á þessu tímabili og næstu árin voru báðir foreldrar mínir rúmliggjandi, svo að ég varð að hafa miklar vökur, en stundaði vinnu utan heimilis á dag- inn. Eftir þessa þriggja vikna góðu reynslu ákvað ég að halda áfram á sömu leiðum í næstu 6 mánuði. Þessir mán- uðir lögðu lika meira reynslugull í lófa mér og gáfu mér meiri fyrirheit um heilbrigði en ég hafði áður hlotið þau 45 ár; sem þá voru liðin af ævi minni. Þótt ég verði að viðurkenna að hafa nokkuð slakað á kröfunum, að þessum 6 mánuðum liðnum, hefi ég samt ailtaf reynt að halda þær meginreglur matar- og lifsvenja, er ég þá tamdi mér. Þrátt fyrir það, að mesti strangleikinn sé horfinn, hafa þó síðustu 10 árin verið, hvað heilbrigði snertir, þau langsamlega beztu í lífi mínu. Með hverju ári hefir veikindadögum mínum farið fækkandi, svo að þegar þetta er skrifað, viku af nóvember, hefi ég komizt það lengst að eiga engan fjarverudag frá vinnustað þetta árið. Nú vona ég fastlega, að enginn taki orð mín þannig, að ég haldi mig hafa náð einhverju heilbrigðisstigi, þar sem sjúkdómar geti ekki náð mér framar. Þvi fer fjarri. Hinu neita ég ekki, að ég tel ekki ósennilegt, að það sé innan takmarka þess mögulega, að sjúkdómar hverfi að mestu úr sögunni. Ég veit vel, að Róm var ekki byggð á einum

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.