Heilsuvernd - 01.12.1961, Síða 21
Bjorn L. Jónxnon:
Heilsulindir í Þýzkalandi
Sé litið yfir kort af Evrópu, vekur það athygli, að i
Þýzkalandi eru mörg borgarheiti kennd við ,,Bad“, sem
þýðir bað. Má sem dæmi nefna Bad Pyrmont, Bad Kissing-
en, Wiesbaden, Baden-Baden. Hér er ekki um að ræða
venjulega baðstaði, baðstrendur við sjó eða völn. Á þessum
stöðum eru baðstofnanir, lækningastofnanir, reistar við
uppsprettur, heitar eða kaldar, sem taldar eru hafa sérstak-
an læknismátt að geyma. Af slíkum iindum hafa menn bergt
öldum saman sér til heilsubótar, og höfðu margar þeirra
hlotið orðstir fyrir iækningamátt sinn, löngu áður en efna-
samsetning vatnsins var rannsökuð eða læknar tóku að
gefa þessu gaum. Þannig þóttu sumar þessar lindir gefast
vel við nýrnabólgum og nýrnasteinum, aðrar fengu orð á
sig fyrir að lækna gail- og lifrarsjúkdóma, enn aðrar gigt
eða hjarlasjúkdóma o.s.frv.
Á síðari árum hefir efnasamsetning og geislavirkni þess-
ara iinda verið rannsökuð nákvannlega. Og læknar hafa
reynt að sannprófa lækningamátt lindanna og komast á
snoðir um, í hverju hann kynni að vera fólginn. Og hvað
sem sönnunum líður í þessu efni, er það staðreynd, að
fjöldi lækna sendir sjúklinga sína til þessara linda og
nærliggjandi baðstaða, auk þess sem fólk þyrpist þang-
að af sjálfsdáðum. Þarna dvelst fólk ýmist í gistihúsum
eða sérstökum hælum, drekkur daglega af lindunum og
gengur í böð og nudd i baðstofunum, sem ýmist eru reknar
af bæ eða ríki, og sumar eru i einkaeign lækna.
Briickenau (á íslenzku Brúará, af Brucke - brú og Au
á, en síðai’a orðið hefir nú fengið víðari merkingu en
áður og táknar nú ekki aðeins ána sjálfa, heldur gras-
lendið beggja vegna) er lítill ba>r, með um 6 þús. íbúa,
nyrst i Bayern í Þýzkalandi, um 30 km vestan „járntjalds-