Heilsuvernd - 01.12.1961, Síða 31

Heilsuvernd - 01.12.1961, Síða 31
IIKILSUVKIINI) 119 öðru leyti er þelta hús fullgert og var tekið í notkun seint í apríl 1960. í júlí 1958 keypti félagið nýtt ibúðarhús, Þelamörk 66 í Hveragerði; voru þau húskaup gerð vegna vöntunar á hús- næði fyrir starfsfólk hælisins. Það var fyrirfram vitað, að óhentugt væri að hafa starfsmannahús svo langt frá aðal- byggingunni, og því var skömmu síðar ráðizl í áðurnefnda byggingu á hælislóðinni, með það fyrir augum að selja hús- ið Þelamörk 66, strax og hið nýja starfsmannahús væri til- búið. Sala á því hefir þó ekki tekizt enn, en félaginu hins- vegar nauðsynlegt að afsetja það, þegar færi gefst, og losa það fé, sem í þvi er bundið. Á þessu ári hefir verið hafizt handa um ræktun og fegrun hælislóðarinnar og varið til þess nokkuð á annað hundrað þúsund krónum. Stjórnin laldi þetta mjög aðkall- andi og að ekki mætti dragast lengur að byrja á því, þrátt fyrir fjárhagsörðugleika. Með þetta sjónarmið fyrir augum ákvað stjórnin að gefa út nýjan flokk skuldabréfa og freista á þann hátt að afla fjár til þessara framkvamida. Skulda- bréfalánið er að upphæð kr. 500.000.00. Eru það 500 eitt þúsund króna bréf með áföstum vaxtamiðum, bera 9(/< vexti og eiga að dragast út á næstu 7 árum. Á þessu ári hefir verið byggt geymsluhús, 70 fermelrar að stærð, og gróðurhús um 300 fermetrar að stærð. Læknaskipti urðu í heilsuhælinu haustið 1960. Úlfur Ragnarsson lét af störfum eftir eigin ósk, en við tók Högni Björnsson. Þá urðu ráðskonuskipli um síðustu áramót. Guðborg Brynjólfsdóttir hætti ráðskonustörfum og vinnur nú á skrifstofu hælisins, en við ráðskonustörfum lók Pálína Kjartansdóttir. Bæði árin 1959 og 1960 hefir verið sótt til alþingis um byggingarstyrk til hælisins, og hafa hvort árið verið veittar kr. 100.000.00. Samvinna tryggingaráðs og félagsstjórnar um daggjöld hælisins og þátttöku sjúkrasamlaga í greiðslu þeirra hefir

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.