Heilsuvernd - 01.06.1972, Side 10
lokurnar, sem eiga að hindra, að blóðið renni til baka, eru bilaðar,
þannig að blóðið situr eftir í æðapokum, og hindrar þetta eðlilega
hringrás blóðsins. Fótkuldi getur líka stafað af blóðleysi.
Tregar hægðir
Tregar hægðir stuðla að fótkulda miklu oftar en menn grunar.
Þetta stafar sumpart af því, að saurfylltir þarmar þrýsta á slag-
æðar, sem flytja blóð niður til ganglimanna, og á bláæðar, sem
flytja það aftur upp til hjartans, og tefur þetta fyrir blóðrásinni.
í annan stað mengast blóðið af skaðlegum úrgangsefnum, sem í
hægðatregðu safnast fyrir í þörmunum og ganga þaðan inn í
blóðið og valda samdrætti og sjúklegum breytingum m.a. í fóta-
æðum. Því er þýðingarmikið að ráða bót á hægðatregðunni með
breytingum á mataræði, svo sem aukinni neyzlu grænmetis, með
því að draga úr neyzlu á sykri og hvítu hveiti en borða þeim mun
meira af ósigtuðum kornmat og öðru grófmeti.
Handkuldi
Hann á sér að nokkru leyti svipaðar orsakir og fótkuldi. Auk
þess sem að framan er greint, stuðlar hand- og fótsviti einnig að
hand- og fótkulda, því að þegar svitinn gufar upp, eyðist hiti frá
höndum og fótum. í lófum og iljum eru margir svitakirtlar.
Ráð við fót- og handkulda
Víxlböð eru eitt bezta ráðið. Þau fara þannig fram, að fótum
eða höndum er haldið um stund í heitu vatni, svo sem fimm til
tíu mínútur, og síðan í köldu vatni í fáeinar sekúndur eða upp í
eina mínútu, og þetta er endurtekið einu sinni eða tvisvar. Á
meðan er gott að halda fingrum og tám á hreyfingu. Þá örva
göngur og fótaæfingar blóðrennslið, t.d. það að hreyfa tær, þegar
setið er eða haldið kyrru fyrir. Einnig að ganga berfættur á dögg-
votu grasi eða í grunnu vatni. Og að sjálfsögðu ber að leita til
læknis í sambandi við sérstaka sjúkdóma, sem geta átt sök á
þessu ástandi.
(Lauslega þýtt úr grein í Der Deutsche Badebetrieb.)
74
HEILSUVERND