Heilsuvernd - 01.12.1979, Qupperneq 12

Heilsuvernd - 01.12.1979, Qupperneq 12
að neyta yfirgnæfandi lútargæfrar fæðu þó að slíkt sé ekki ósenni- legt. Dæmi um sjúkdóma sem eru tengdir langvarandi sýrumyndun í líkamanum eru gigtsjúkdómar, æðakölkun og margskonar sjúk- dómar í bandvefjum. Bandvefurinn er sá líkamsvefur sem tekur til sín þá sýru sem líkaminn getur ekki losað sig við. Jafnvel nýrun eru undir miklu álagi við ofgnótt sýru í líkam- anum. Sömuleiðis má gera ráð fyrir að orsökina að magasári sé m.a. að finna í of mikilli sýru, sem og úrkölkun beina, sem er mjög algengur sjúkdómur er felur í sér að beinagrindin verður stökk. Þar er að finna öruggt samband við sýru-basa-jafnvægið. 2. Algengustu einkenni gigtsjúkdóma eru verkir og stirðleiki, en við þessum sjúkdómum er ráðlagt að neyta yfirgnæfandi lút- argæfrar fæðu. Er mögulegt að ofgnótt sýru í Ifkamanum leiði af sér verki. Er hægt að lækna verk með lútargæfum mat, jafn- vel langvarandi verki eins og bakverk þar sem orsökin er ókunn? Lindahl: Að svo miklu leyti sem verkurinn stafar af ofgnótt sýru í vefjum líkamans þá er smátt og smátt hægt að eyða verknum með því að neyta yfirgnæfandi lútargæfrar fæðu. En í raun og veru stafa verkir sjaldnast af of mikilli sýru í líkam- anum, heldur af því að frumuveggir hafi skaddast. Frumuveggir geta skaddast af mörgum orsökum, t.d. af völdum eitrunar, bólgu, ofnæmis eða við mar. Þetta er ekki hægt að lækna með lútargæfri meðhöndlun. Frumuveggirnir verða að þéttast þannig að þeir myndi skil milli frumuinnihaldsins og tauganna. Fræðilega séð eru litlar líkur fyrir því að bakverkur verði fyrir áhrifum af sýru-basa-jafnvæginu. Brjóskplöturnar eru í eðli sínu súrar. Þegar þær koma út, til dæmis við brjósklos, þá valda þær verkjum. Það er ekki óhugsandi, að ef reynt er í slíkum tilfellum að losna við sýru úr líkamanum megi flýta fyrir batanum. Ef allur líkaminn er almennt of súr, og sjúklinginn verkjar meira og minna um allan líkamann, þá er að minnsta kosti fræði- legur möguleiki á því að losna við verkina með aðstoð yfir- 132 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.