Heilsuvernd - 01.12.1979, Qupperneq 21
á öll þau íblöndunarefni, sem notuð eru í matvæli, ýmist til að
fegra útlit þeirra (litarefni) eða breyta bragði þeirra. Mörg
þessara efna hafa reynst skaðleg heilsu manna, einkum sem
krabbameinsvaldar, og hafa verið bönnuð, en mjög er það mis-
jafnt eftir löndum, sum eru bönnuð hér og önnur þar og því erfitt
fyrir almenna neytendur að varast þau þegar þeir kaupa unnar
matvörur fluttar inn frá öðrum löndum. Upplýsingar um efnainni-
hald slíkra matvæla er oft að finna á umbúðunum, en hvergi
nærri alltaf og alloft harla ófullkomnar. Tortryggni gagnvart
unnum matvælum er því sjálfsögð varúðarráðstöíun og betra að
halda sig við náttúrleg matvæli, sem matvælaiðnaðurinn hefir
ekki farið höndum um.
Heíurðu nokkurn tíma hugleitt hversvegna tannkrem er sætt,
enda þótt sykur sé talinn óhollur fyrir tennurnar ? Það er vegna
þess að í það eru sett sæt gerviefni eins og t.d. cyclamat, sem þó
er bannað að nota í matvæli vegna þess að það er talið geta valdið
krabbameini. En af hverju þá að blanda þvi í tannkrem? Það er
vegna þess að tannkrem telst ekki matur — ekki frekar en
bensínið sem þú lætur á bílinn þinn, ekki læturðu það þó ofan
í þig! Þó er það staðreynd, að meira eða minna af tannkremi fer
ofan í menn þegar þeir bursta tennurnar, ekki síst börnin.
Gerbreytt umhverfi
Nú kann einhver að spyrja: Hvernig í ósköpunum á ég að
forðast öll þessi hættulegu íblöndunarefni sem geta valdið krabba-
meini. Getur ekki allt valdið krabbameini ef grannt er skoðað,
og er þá ekki eins gott að láta skeika að sköpuðu? Það er nú svo.
Ekki veldur allt krabbameini — og íblöndunarefnin sem ég hef
verið að ræða um, eru svo til öll yngri en 50 ára! Hugsið ykk-
ur: Fæst í umhverfi okkar, allt frá straufríu skyrtunni sem
þú ert í til plaststólsins sem þú situr á, frá litarefninu í tyggi-
gúmíinu sem þú ert með uppi í þér til efnahaldsinnihalds máln-
ingarinnar í svefnherberginu þínu, var ekki til á dögum afa okkar
og ömmu. Allt hið nýja í umhverfi okkar, sem ekki var til fyrir
50 árum, eru efni sem við látum ekki ofan í okkur og því tiltölu-
lega meinlaus í samanburði við hitt sem við borðum. En þetta
HEILSUVERND
141