Heilsuvernd - 01.12.1979, Qupperneq 22
gefur okkuru glogga mynd af því hve umhverfi okkar hefur gjör-
breyst á umliðnum áratugum. Og allt hið nýja í umhverfi okkar
er vissulega ekki meinlaust. Það er viðurkennt af læknavísindun-
um, að um 80% allra krabbameinstilfella eigi rætur sínar að
rekja til umhverfisáhrifa. Og samt beina læknavísindin mest allri
orku sinni og þekkingu í að lækna krabbamein í stað þess að
beina spjótum að orsakavaldinum. En hvað getum við þá gert sjálf?
Fyrst og fremst ber okkur að gæta þess hvað við látum ofan í
okkur og hvernig við lifum. Hér eru nokkrar vísbendingar:
1. Forðist eins og kostur er unnin matvæli og grænmeti sem
úðað hefir verið með skordýraeitri, en borðið í staðinn sem
allra fjölbreytilegasta, náttúrlega fæðu og sjóðið hana sem
allra minnst til að varðveita í henni vítamín og steinefni.
2. Varist hvítasykur og raunar einnig ljósbrúnan púðursykur.
sem er ekki annað en hvítasykur að viðbættum 13% af mól-
assa — og minnist þess að hvítasykur leynist víða — um 70%
af öllum hvíta sykri, sem neytt er, er fenginn úr súkkulaði, sæl-
gæti, sætum kökum og öðru slíku.
3. Forðist hvítt hveiti og matvörur úr því, svo sem eins og
makkaroni o.fl.
4. Takmarkið saltneyslu, óhófleg saltneysla er talin geta valdið
of háum blóðþrýstingi.
5. Haldið ykkur frá matvörum með vafasömum íblöndunarefnum,
svo sem gervilitarefnum, gervibragðefnum, gervisykri o.fl.
6. Haldið ykkur frá smjörlíki, hverrar tegundar sem er, í því eru
gervilitarefni, feiti hert með efnafræðilegum aðferðum, gervi-
bragðefni og mikið salt.
Ég vil að endingu leggja áherslu á, að allt það sem ég hef sagt
hér er sótt í rit viðurkenndra vísindamanna á sviði læknisfræði.
Það er við hæfi að ljúka þessu erindi með því að vitna í dr.
Alexis Carrel, sem hlaut Nóbelsverðlaun í lífeðlisfræði og lækn-
isfræði 1935: „Von mannkynsins felst í viðleitninni til að koma
í veg fyrir hrörnunar- og geðsjúkdóma, ekki í því einu að fást
við einkenni þeirra."
142
HEILSUVERND