Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 22
Á morgun 10. desember er Alþjóð- legi mannréttindadagurinn og ástæða til að velta upp spurning- unni: Eru mannréttindi fyrir alla? Fólk sem glímir við heimilisleysi og vímuefnafíkn er alls konar, en oft er dregin upp frekar ein- hæf mynd af því fólki sem fellur undir áðurnefnda skilgreiningu. Af hverju ætli það sé? Er það þekk- ingarleysi á högum þessa fólks eða er það staðalímyndin sem fólk hefur úr bíómyndum eða bókum? Hér eru margar spurningar settar fram í því skyni að rýna í af hverju ofangreint fólk nýtur ekki sömu réttinda í okkar samfélagi eins og allir aðrir. En hverjir eru „allir aðrir“? Eru það þau sem stunda vinnu, stunda nám, borga skatta til samfélagsins, lenda ekki upp á kant við lögin, þurfa ekki að nýta samfélagslega sjóði og eru ekki hús- næðislaus? Það eru ekki margir í samfélaginu sem falla undir þessa upptalningu, einfaldlega vegna þess að fólk er alls konar og er í alls konar aðstæðum. Þú getur verið í vinnu en samt átt við áfengis- vanda að stríða og þurft að fara í meðferð, þú getur misst vinnuna, misst heilsuna, slasast, orðið fyrir áfalli og svo mætti lengi telja. Ég vinn með fólki sem glímir við heimilisleysi og/eða glímir við fíknivanda. Við sem vinnum í þess- um málaflokki vorum einstaklega glöð þegar Reykjavíkurborg setti fram stefnu í málaflokknum og réð- ist í að kaupa 20 smáhýsi til að mæta þörfum þess hóps sem minna má sín í þjóðfélaginu. Við biðum með eftirvæntingu eftir að húsunum yrði komið niður um alla borg og að minnsta kosti 20 einstaklingar myndu fá þak yfir höfuðið. En hver varð raunin? Fólkið í samfélaginu, samfélagi okkar allra, spyrnti niður fótum og mótmælti því að smáhúsin kæmu í þess hverfi. Húsin stóðu í eitt ár mannlaus á meðan rifist var um staðsetningu þeirra. Á meðan dóu einstaklingar, sváfu úti, nýttu neyðarskýli eða bjuggu við ótryggar aðstæður og ofbeldi. Mig langar að gefa ykkur innsýn í líf þessa fólks. Þau eru nefnilega alls konar eins og „við öll hin“. Þau eiga ekki rödd, þau berjast ekki fyrir sínum rétti, þau eiga ekki sinn mál- svara, þau gera ekki kröfur, þau lifa í skömm. Af hverju lifa þau í skömm? Það er vegna þess að samfélagið lítur á þau sem óhreinu börnin hennar Evu með minni réttindi en við hin, þau hafa ekki sömu mannréttindi og „við hin“. Við sem vinnum með heimilis- lausum þekkjum sögur þeirra, sorg- ir og þrár, vonir þeirra og væntingar og drauma um betra líf. Því hana eiga þau öll sameiginlega, vonina um betra líf. Þau eru börn sem fengu aldrei tækifæri, þau eru börn sem ólust upp við ofbeldi og vanrækslu, neyslu foreldra, fátækt og jaðarsetn- ingu. Sum hver glímdu og glíma enn við geðrænan vanda sem hrakti þau út á jaðarinn. Hvar var samfélagið þá til að grípa inn í? Flótti þessa barna var að deyfa sig, þeim var vísað úr foreldrahúsum, ólust jafn- vel upp hjá fósturforeldrum, voru á stofnunum eða í öðrum úrræðum í barnaverndarkerfinu. Sum ólust þó upp við góðar aðstæður, eiga og áttu góða foreldra og traust heimili. Þau börn glímdu við annað, til að mynda geðrænan vanda og leiddust út í fíkn í kjölfar þess. Eins og áður sagði þá er fólkið í samfélaginu ekki einsleitur hópur. Fólk sem glímir við heimilis- leysi og/eða fíknivanda á foreldra, systkini, maka og börn eins og við öll hin. Þau eru elskuð og fólkinu þeirra þykir vænt um þau. Aðstand- endum sárnar þegar almenningur talar niður til þeirra, vilja þau ekki sem nágranna eða vilja ekki vita af þeim. Sjá ekki manneskjuna á bak við brostin augu vonleysis og sorgar. Það er svo mikilvægt að almenning- ur geri sér grein fyrir að við getum öll lent í sömu aðstæðum, foreldrar eða systkin okkar eða börn. Reyn- um að setja okkur í þeirra spor. Engir af mínum skjólstæðingum vilja vera þar sem þeir eru. Þau binda öll vonir við betra líf, þegar þau til dæmis fá húsnæði, skilning, virðingu og tækifæri á nýju lífi. Allar rannsóknir sýna okkur að þegar fólk fær húsnæði þá finnur það þörf hjá sér til að minnka neyslu og bæta líf sitt. Ég þekki þessa einstaklinga, sum nota jú vímuefni, sum hafa beitt ofbeldi og brotið af sér í þeim ömurlegu aðstæðum sem þau þurfa að lifa í dags daglega. Sum nota ekki vímuefni, beita ekki of beldi eða fremja af brot. Mörg þeirra sofa í bílakjöllurum, gistiskýlum, inni á fólki sem beitir þau of beldi, bílum sínum eða úti, jafnvel undir beru lofti. Þau eiga öll sína sögu, oftar en ekki með slóð áfalla. Ég skil vel að þau séu óstöðug, ógni, beiti ofbeldi, séu örvæntingarfull og hrædd. Ég myndi sjálf vera þar ef ég væri í þeirra sporum. Munum að öll eigum við rétt á mannréttindum, sama hvað. n Eru mannréttindi fyrir alla? Kristín Þórðardóttir félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, á 75 ára afmæli í ár. UNI- CEF var stofnað eftir seinni heims- styrjöldina til að bregðast við áhrif- um stríðsins á líf barna í Evrópu og sinnir í dag hjálparstarfi fyrir börn í yfir 190 löndum og landsvæðum, þar sem unnið er að því að bæta líf barna og tryggja réttindi þeirra. UNICEF er málsvari barna á heimsvísu og sinnir bæði langtíma- uppbyggingu og neyðaraðstoð, með það að markmiði að mæta þörfum allra barna, alls staðar. Brugðist er við náttúruhamförum og vopnuð- um átökum, börnum og fjölskyld- um á flótta veitt öruggt skjól, hreint vatn og næring. UNICEF kemur að bólusetningum hátt í helmings allra barna í heiminum gegn lífshættu- legum sjúkdómum og hefur haft veruleg áhrif á að tryggja aðgengi stúlkna að menntun, á svæðum þar sem það þykir ekki sjálfsagt að stúlkur gangi menntaveginn, svo nokkur dæmi séu nefnd. Á hverjum degi sjáum við árangur – árangur sem hefur bein áhrif á líf barna um allan heim. Þetta er okkar helsti drifkraftur. Barátta UNICEF á þátt í að stórlega hefur dregið úr barnadauða á heimsvísu, meðal annars með bólusetningum, bættri heilsugæslu og meðferð við vannær- ingu. Margfalt fjölmennari hópur barna fær meðferð við HIV en áður og fleiri hafa aðgang að hreinu vatni nú en nokkru sinni fyrr. Aftur á móti stendur heimurinn, og um leið UNICEF, frammi fyrir sinni verstu heimskreppu í 75 ár: Skelfilegum áhrifum heimsfaraldurs á líf og rétt- indi barna. Hætta er á að árangur síðustu áratuga sé í hættu, ekki síst hvað varðar fátækt, heilsu, næringu, aðgengi að menntun, barnavernd og geðheilbrigðismál. Aldrei hefur þörfin fyrir verkefni UNICEF og samstarfsaðila verið jafn mikil. Í nýrri skýrslu UNICEF kemur fram að Covid-19 faraldurinn hefur valdið því að fjölmörg börn svelta, hafa misst úr skóla og hafa ekki lengur aðgang að heilbrigðisþjón- ustu. Í stað framfara hefur staða barna versnað til muna. Um 100 milljónir barna hafa vegna farsóttarinnar bæst í hóp þeirra sem búa við fátækt. Þetta þýðir að á hverri sekúndu frá því um miðjan mars 2020 hafa hátt í tvö börn bæst í hóp þeirra sem eiga vart í sig og á. Farsóttin hefur einn- ig valdið því að það hefur reynst þrautin þyngri að sinna almennum bólusetningum. Það hefur skelfileg- ar afleiðingar fyrir stóra hópa barna sem ekki bara glíma við afleiðingar heimsfaraldurs heldur eiga einnig á hættu að veikjast alvarlega eða deyja af völdum sjúkdóma sem auð- veldlega er hægt að koma í veg fyrir með bólusetningum. UNICEF stendur fyrir varan- legum umbótum sem breyta heim- inum þegar til lengri tíma er litið. Almenningur á Íslandi, ekki síst í gegnum Heimsforeldra, samstarfs- fyrirtæki og stjórnvöld, hefur tekið þátt í þessari baráttu með UNICEF á Íslandi. Við kunnum ykkur öllum miklar þakkir fyrir. Við eigum mikið verk fyrir höndum en saman getum við og verðum við að byggja upp heim þar sem réttindi allra barna eru virt. n UNICEF – málsvari barna í 75 ár Á AÐ SKELLA SÉR Í BREKKURNAR Í JÓLAFRÍINU? AF SKÍÐAPÖKKUM FRAM AÐ JÓLUM *Afsláttur gildir ekki með öðrum tilboðum Óttarr Proppé formaður UNICEF á Íslandi Guðrún Hálfdanardóttir varaformaður UNICEF á Íslandi Í stað framfara hefur staða barna versnað til muna. Engir af mínum skjól- stæðingum vilja vera þar sem þeir eru. 22 Skoðun 9. desember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.