Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 54
Það sem einkennir þennan mikla afrakst- ur var frumleiki, næmni og mikil list- ræn gæði. Nú stendur yfir sýning á grafíkverkum eftir Dieter Roth í BERG Contemporary galleríinu á Klapparstíg 16. Sýningarstjóri er Ingibjörg Jónsdóttir. Verkin, sem voru unnin á árunum 1971-1995, voru valin saman af Ingibjörgu og Birni Roth, syni lista- mannsins og nánasta samstarfs- manni. Ingibjörg segist mjög þakk- lát Birni fyrir samvinnuna. „Þegar sú hugmynd vaknaði að ég gæti fengið sýningu með verkum Dieters í galleríið fannst mér það stórkost- lega spennandi,“ segir Ingibjörg. Um áhrif Dieters segir Ingibjörg: „Dieter var eitt af stóru nöfnunum í listasögu seinni hluta síðustu aldar. Hann var það sem kallast listamað- ur listamannanna og hafði mikil áhrif á sér yngri listamenn. Hann var gífurlega frumlegur, fjölhæfur og afkastamikill. Vann og gerði til- raunir í alla hugsanlega miðla og efni. Sú listræna nýlunda sem hann kom fram með var einstök. Hann teiknaði, málaði, gerði bókverk, skúlptúra, innsetningar og vídeó- verk. Hannaði skartgripi, leirgripi og mynstur fyrir textíliðnaðinn. Afköstin voru slík að það sem hann skildi eftir sig í hverri einstakri grein teldist ríkulegt lífsverk. Það sem einkennir þennan mikla afrakstur er frumleiki, næmni og mikil list- ræn gæði. Ég hef í gegnum tíðina séð margar sýningar á söfnum víðs vegar um heiminn með verkum Die- ters og minnist þess ekki að hafa nokkurn tímann séð verk eftir hann sem ekki hefur verið innihaldsríkt og snert mig á einhvern hátt.“ Vatnaskil á Íslandi Dieter fæddist í Þýskalandi 1930. „Í stríðinu var honum komið til Sviss, þangað sem foreldrar hans flytja að stríðinu loknu. Sextán ára gamall hefur hann nám í auglýsingateikn- un með það fyrir augum að mennta sig í fagi sem fengi náð fyrir augum foreldranna, sem vildu að hann legði stund á hagnýtt nám, en sá einnig að þannig gæti hann fundið leiðir inn á lendur listarinnar. Sam- hliða náminu tekur Dieter einka- tíma hjá teiknaranum Eugen Jordi sem reyndist einn mikilvægasti kennari Dieters á þessum fyrstu árum. Hann þróar þarna jöfnum höndum færni sína í grafískri hönn- un og sjálfstæðri listrænni sköpun,“ segir Ingibjörg. „Örlögin haga því þannig að um 1960 f lytur Dieter til Íslands, Listamaður listamannanna Ingibjörg Jónsdóttir er sýningarstjóri en myndirnar eru frá árunum 1971-1995. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Sýningin á verkum Dieters Roth stendur til 23. desember. hann býr hér alfarið í nokkur ár og er viðloðandi landið upp frá því. Á Íslandsárunum verða ákveðin vatnaskil í formlegri nálgun hans að listinni.“ Ingibjörg segir að grafíkin hafi verð eins og rauður þráður í gegn- um allan hans feril. „Dieter vinnur í allar þekktar aðferðir sem not- aðar hafa verið í gegnum aldirnar og leggur sig einnig fram við að ná tökum á nýjum leiðum í prent- tækni ásamt því að þróa sínar eigin aðferðir. Dieter vann oft með prent- verkstæðum í Sviss, Þýskalandi og víðar, stundum í samvinnu við aðra þekkta listamenn. Á þessari sýningu eru dæmi um það, en hann vann þrjár myndir sem hér eru í samvinnu við breska listamann- inn Richard Hamilton, þeir hófu einmitt samskipti á Íslandsárum Dieters, en þessar myndir eru þó gerðar síðar. Einnig er á sýningunni mynd sem hann vann í samvinnu við austurríska málarann Arnulf Rainer.“ Leikur í myndunum Spurð hvað listamaðurinn sé að fást við í verkum sínum, segir Ingibjörg: „Mér er aldrei vel við að gera fólki, hvorki listamönnum né öðrum, upp hugsanir. Ég geri þó ráð fyrir að Dieter hafi verið að fást við sjálfan sig og ef til vill sjálfan sig í samhengi við heiminn. Það er venjulega eitt af því f lóknasta sem nokkur maður tekur sér fyrir hendur. Hér er til dæmis sjálfsmynd þar sem hann ummyndar sjálfan sig í blómapott. Það er líka oft talsverður leikur í myndunum, hann hefur ekki tekið sjálfan sig, frekar en annað, of hátíð- lega.“ Dieter var fulltrúi Sviss á Feneyja- tvíæringnum árið 1982. Verk eftir hann er að finna í mörgum helstu söfnum, til dæmis Tate í London, MoMA í New York, Þjóðlistasafninu í Washington og Hamburger Banhof í Berlín. Dieter lést árið 1998. Arf- leifð Dieters hefur verið viðhaldið og f lutt áfram í gegnum skapandi starf sonar hans, Björns Roth. ■ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is kolbrunb@frettabladid.is Myndlistarmaðurinn Lukas Bury sýnir röð málverka sem vísa í heim- ili pólskra innflytjenda á Íslandi. Sýningin They have no pictures on the walls, verður opnuð laugar- daginn 11. desember klukkan 14 í Rýmd, Völvufelli 13-21. Sýningin veitir einstaka innsýn í persónulegt líf innf lytjenda og sýnir íslenskt samfélag frá óvæntu sjónarhorni. Titill sýningarinnar vísar í óform- legt spjall sem listamaðurinn átti við íslenska kunningjakonu sína, sem hafði orð á því að það hefði komið henni á óvart að sjá engar myndir á veggjum heimila pólskra innf lytjenda, sem sumir hverjir hefðu búið á Íslandi í f leiri ár. „Orð hennar vöktu mig til umhugsunar,“ segir listamaðurinn. Sýningin stendur til 19. desember. ■ Líf innflytjenda kolbrunb@frettabladid.is Næstkomandi laugardag, 11. des- ember klukkan 15, verður opnuð sýning í Y gallery sem er staðsett á gömlu Olís-bensínstöðinni í Hamra- borg 12 í Kópavogi. Á sýningunni sýnir Styrmir Örn Guðmundsson röð skúlptúra sem hann brýtur saman úr messing. Málmurinn er beygður í skutlur, pílur og f ljúgandi loftaflshluti. Á sunnudag klukkan 17 verður svo listamaðurinn með gjörning þar sem hann spilar jólalög á stálpönnu. ■ Jólalög á stálpönnu Styrmir Örn listamaður. MYND/AÐSEND Kíktu í heimsókn! Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is Sjá nánar á patti.is Barstólar fyrir heimilið Sófar • Rúm • Stólar • Borð • Hægindastólar SF-4036 SF-4050 SF-4021S SF-4045 Myndlistarmaðurinn Lukas Bury. MYND/AÐSEND 34 Menning 9. desember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 9. desember 2021 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.