Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 44
Í annað sinn í sögu Formúlu 1 er allt jafnt fyrir lokakapp- aksturinn, sem fer fram um helgina. Lewis Hamilton er kominn með örlögin í eigin hendur á ný og getur orðið sigursælasti ökuþór allra tíma, en í vegi hans stendur hinn óttalausi Max Verstappen. kristinnpall@frettabladid.is FORMÚLA 1 Um helgina fer fram lokakeppnin í Formúlu 1 þetta árið og í annað sinn í 72 ára sögu keppn- innar er allt jafnt fyrir lokakapp- aksturinn. Max Verstappen hefur verið með pálmann í höndunum undanfarnar vikur, en nú er breski ökuþórinn Lewis Hamilton kominn upp að hlið hans með því að vinna síðustu þrjár keppnir. Sá þeirra sem kemur fyrr í mark á brautinni í Abú Dabí um helgina innsiglar um leið meistaratitilinn. Ef svo ólíklega fer að þeir endi jafnir um helgina verður Verstappen meistari á grund- velli þess að hann hefur unnið fleiri keppnir á þessu tímabili. Undanfarin ár hafa Hamilton og Mercedes verið í sérflokki. Hamilton hefur unnið sex heimsmeistaratitla ökuþóra á síðustu sjö árum, en eina árið sem hann missti af titlinum var það liðsfélagi hans, Nico Rosberg, sem rétt hafði sigur. Fyrir rúmu ári síðan virtist ekkert fá Hamilton stöðvað, hann jafnaði met Mic- haels Schumacher yfir flesta heims- meistaratitla ökuþóra með sjöunda meistaratitli sínum og bætti um leið metið yfir flesta sigra í Formúlu 1. Úrslitin ráðast á síðustu metrunum 66% Nat iur antem faccus si verum eos re pere, omnis derror sum el incimendelit dolupti­ um reicamagnis derror a sit derror de Edda Dungal 66% Nat iur antem faccus si verum eos re pere, omnis derror sum el incimendelit dolupti­ um reicamagnis derror a sit derror de Edda Dungal Á þessu ári hefur Hamilton hins vegar þurft að berjast fyrir hverju stigi og virtist vera að missa titilinn úr greipum sér, þegar Verstappen náði 21 stigs forskoti á Hamil- ton með sigri í kappakstrinum í Mexíkó. Hamilton hefur hins vegar sýnt það að hann gefst ekki upp og er kominn aftur með örlögin í eigin hendur. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, gaf það til kynna að svo gæti farið að úrslitin réðust í árekstri milli efstu manna líkt og hefur áður gerst, en Wolff sakaði Verstappen um að valda vísvitandi árekstri þeirra á milli í ítalska kappakstr- inum í ár. Það verður því raf- mögnuð spenna frá fyrsta hring að þeim síðasta í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um helgina. n 369,5 Lewis Hamilton og Max Verstappen leiða keppnina um heimsmeistaratitil ökuþóra með 369,5 stig hvor. Næsti maður, Valtteri Bottas, er með 218 stig. 17 Verstappen hefur sautján sinnum endað á verðlaunapalli en Hamilton sextán sinnum. 5 Hamilton er sigursæl­ asti ökuþór allra tíma á brautinni í Abú Dabí. Ökuþórinn hefur fimm sinnum unnið í tólf ára sögu keppninn­ ar en Verstappen vann keppnina á síðasta ári. 7 Hamilton hefur unnið sjö heimsmeistaratitla ökuþóra. Með sigri um helgina yrði hann sigursælasti ökuþór allra tíma og tæki fram úr Michael Schumac­ her. 47 Alls eru 47 ár liðin síðan tveir ökuþórar voru síðast jafnir fyrir lokakappaksturinn. Þá voru Emerson Fitt i p­ aldi og Gianclaudio Regazzoni jafnir með 52 stig fyrir loka­ keppnina. 24 Íþróttir 9. desember 2021 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 9. desember 2021 FIMMTUDAGUR Eigum Jóla peysur & kjóla, jakka & skyrtur vertu vel hirtur, fyrir jólin Þó að Hamilton og Verstappen hafi deilt hafa þeir sýnt hvor öðrum mikla virðingu þegar í mark er komið. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Öryggisbúnaðurinn bjargaði lífi Hamilton þegar bílarnir lentu saman á Ítalíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.