Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 4
Kostnaður við flutning á gámi frá Asíu til Íslands hefur tífaldast. Hrávara hefur hækkað um allt að 340 pró- sent. Seðlabankinn vonar að kúfnum sé náð, en útilokar ekki vaxtahækkun. bth@frettabladid.is VIÐSKIPTI Miklar áskoranir eru hjá fjölmörgum fyrirtækjum hér á landi, ekki síst í iðnaði og verslun, vegna verðhækkana á hrávöru og flutningum. Samhliða þessu veldur vöru- og aðfangaskortur ýmsum vandræðum. Hagfræðingur Sam- taka iðnaðarins (SI) segir að ástand- ið leiði til aukins kostnaðar við framleiðslu, meiri verðbólgu víða um heim og kaupmáttarskerðingar heimilanna. „Þetta ástand tengist efnahags- batanum í heiminum sem fram- boðshliðin hefur átt í erfiðleikum með að mæta,“ segir Ingólfur Ben- der, aðalhagfræðingur SI. Fordæmalítil verðbólga er í Bandaríkjunum, 6,2 prósent á árs- grundvelli og 4,9 prósenta verð- bólga á evrusvæðinu. „Þetta er mjög mikil verðbólga í sögulegu samhengi og yfir verðbólgumark- miði bæði bandaríska og evrópska seðlabankans,“ segir Ingólfur. Sumar tegundir af hrávöru hafa stökkbreyst í verði á árinu. Liþíum hefur hækkað um 340 prósent. Þá hefur magnesíum hækkað um 153 prósent. Verslunarmenn, ekki síst í byggingariðnaði, segjast hafa lent í vandræðum vegna skorts á silíkoni og magnesíum. Ingólfur segir að timbur og stál séu meðal þess sem hafi hækkað í verði, allt niður í smæstu skrúfur. Viðspyrnan í efnahagslífinu eftir Covid hafi fylgt hratt vaxandi eftir- spurn, sem hafi orðið meiri en sem nemur framleiðslu- og f lutnings- getu. Skortur á gámum hafi bæði tafið f lutninga á heimsvísu og hækkað verð þeirra. Kostnaður við f lutning á 40 feta gámi frá Austur- Asíu til Norður-Evrópu hefur nær tífaldast frá upphafi faraldursins. „Ástandið hefur varað lengur en greiningaraðilar reiknuðu með í fyrstu,“ segir Ingólfur. „Við sjáum að bæði fyrirtæki og heimili þurfa að taka á sig aukinn kostnað, aukna verðbólgu og lækkun kaupmáttar. Þetta gæti líka leitt til hækkunar á vöxtum, ekki síst ef þetta hefur áhrif á verðbólguvæntingar.“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist binda vonir við að hámarkinu sé náð í hrávöruverðshækkunum. Seðlabankinn hafi litla stjórn á erlendri verðbólgu, en verkefnið sé að gæta þess að áhrifin fari sem minnst út í kerfið. Ásgeir varar við því að fyrirtæki noti tækifærið nú umfram aðstæður til að hækka vöruverð. Slíkt gæti haft áhrif á kjarasamninga. Þá sé ákveðin hætta á að viðvarandi fjögurra til fimm prósenta verð- bólga leiði til agaleysis. „Það er ekki hægt að útiloka að þetta ástand leiði til vaxtahækkana ef þessi þróun leggst með öðrum þáttum,“ segir Ásgeir. „En hækkun á hrávöru þýðir ekki bara tap heldur líka tækifæri fyrir útflutning á áli frá Íslandi og í sjávarútvegi.“ Svanur Karl Grjetarsson, eigandi MótX, byggingarfyrirtækis á íbúða- markaði, segir dæmi um allt að 30 prósenta hækkun á timbri. „Menn eru að reyna allt hvað þeir geta til að hagræða og stýra inn- kaupum þannig að verðhækkunum sé stillt í hóf. En það er högg þegar f lutningskerfið lamast á þennan hátt og aðföng verða erfið. Það er ekki auðvelt að búa á eyju þegar svona árar,“ bætir hann við. n Þetta gæti líka leitt til hækkunar á vöxtum, ekki síst ef þetta hefur áhrif á verðbólguvænt- ingar. Ingólfur Bender, aðalhagfræð- ingur SI Flutningskostnaður tífaldast á gámi frá Asíu og hrávara hækkað mikið Ein afleiðing eftirspurnar- vandans er að kostnaður við flutning á 40 feta gámi frá Austur-Asíu til Norður-Evr- ópu hefur nær tífaldast frá upphafi Covid- faraldursins. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Ásgeir Jónsson, seðlabanka- stjóri 480.000 KR. VSK verð­ hækkun um áramótin* UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK­BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • JEEP.IS • ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10­17 • LAUGARDAGA 12­16 *Verð á Compass og Renegade hækkar um áramótin vegna VSK hækkana. **Bjóðum upp á 35”­40” breytingapakka fyrir Wrangler. JEEP WRANGLER RUBICON TROÐFULLUR AF AUKABÚNAÐI JEEP COMPASS TROÐFULLUR AF AUKABÚNAÐI TRYGGÐU ÞÉR JEEP Á LÆGRA VERÐI ALVÖRU JEPPI. ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF. Nú er tilvalið að tryggja sér alvöru jeppa með alvöru fjórhjóladrifi í forsölu. Áætlað er að bílarnir verði tilbúnir til afhendingar í desember. birnadrofn@frettabladid.is MENNING Tónleikagestir bæði í Hörpu og Hofi hafa aldrei verið færri en á síðasta ári, samkvæmt tölum á vef Hagstofunnar. Á síðasta ári mættu tæplega 60 þúsund gestir á 424 tónleika sem haldnir voru í þremur stærstu tónleikahúsum landsins, það er í Hörpu, Hofi og Salnum. Í fyrra voru tónleikagestir í þessum sömu húsum yfir 205 þúsund talsins. Á síðasta ári sóttu 17.658 gestir tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands en fara þarf aftur til ársins 1977 til að finna færri gesti. n Ekki færri gestir á tónleika í áratugi arib@frettablaðið.is REYK JAV ÍK S k i p u l a g s - o g samgöngu ráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær einróma, deili- skipulag að nýju hverfi á Ártúns- höfða. Um er að ræða Ártúns- höfðasvæði 1, sem er efra svæðið í kringum Stórhöfða. „Þetta svæði verður í kringum torg sem mun bera heitið Krossamýrartorg,“ segir Pawel Bartoszek, formaður skipu- lags- og samgönguráðs. „Þarna verða um 1.570 íbúðir auk verslunarstarfsemi og vonandi menningarstarfsemi. Það munu vonandi um fjögur þúsund manns kalla þennan stað sitt heimili þegar uppbyggingu er lokið.“ Gert er ráð fyrir fjölbreyttum ferðamáta, bílastæði verða í sam- nýtanlegum kjöllurum. Samþykktu hátt í sextán hundruð íbúðir á Ártúnshöfða Pawel Bartos- zek, formaður skipulags- og samgönguráðs Um er að ræða mikla umbreyt- ingu á svæðinu. „Þetta er grátt svæði, eins og það er stundum kallað, með plássfrekri starfsemi, bílasölur mikið til. Þetta er algeng þróun í borgum, að svæðum sem eru á einhverjum tímapunkti staðsett í jaðri byggðar er breytt í íbúðasvæði,“ segir Pawel. Deiliskipulagið fer fyrir borgar- ráð, líklega í næstu viku, og þaðan í auglýsingu í Stjórnartíðindum. Pawel er spenntur fyrir verkefn- inu framundan. „Ég geri ekki ráð fyrir að þetta ferli taki mikinn tíma. Eftir það eru það lóðahafar sem stjórna svo- lítið ferðinni hvað varðar uppbygg- ingarhraðann, en það er ekkert því til fyrirstöðu að f lytja starfsemina sem er þarna fyrir og byrja að rífa og byrja að byggja.“ n arib@frettabladid.is REYKJAVÍK Átta heimilislausir ein- staklingar í Reykjavík hafast við á víðavangi við slæmar aðstæður. Þetta kemur fram í stöðumati á stefnu í málefnum heimilislausra, sem lagt var fram á fundi velferðar- ráðs Reykjavíkurborgar í gær. Alls er 301 einstaklingur í borg- inni skilgreindur heimilislaus. Stærsti hluti hópsins, eða 54 pró- sent, býr í húsnæði fyrir heimilis- lausa eða á áfangaheimilum. Aðrir nýta neyðargistingu. Til stendur að stofna stýrihóp um endurskoðun aðgerðaáætlunar á stefnunni. n Átta heimilislaus Margir hafast við á áfangaheimilum. 4 Fréttir 9. desember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.