Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 38
Zendaya mætti í fötum frá Alexander McQueen sem voru greinilega með vísun í vefi Köngulóarmannsins. Silli kokkur er verðlaun- aður villibráðarkokkur. Frá fimmtudegi til laugardags frá 12-20 verður opið hús í jólabúð hans á Kársnesbraut 112. Þá geta gestir og gang- andi smakkað villibráðar- kræsingar af bestu gerð. Fyrir tveimur árum hlaut Sigvaldi Jóhannesson, betur þekktur sem Silli kokkur, gullverðlaun Asksins fyrir gæsakæfuna sína, gæsaborg- arinn hans var valinn besti götubiti ársins 2020 og hreindýraborgarinn vann götubita ársins 2021. Silli er mikill veiðimaður og framleiðir fjölbreyttar vörur úr villibráð. Það er orðin hefð hjá Silla og eiginkonu hans, Elsu Blöndal Sig- fúsdóttur, að opna eldhúsið sitt upp á gátt á aðventunni og bjóða gestum að smakka dýrindis villi- bráð auk fjölbreytts meðlætis. „Við kaldreykjum bráðina og erum með sjö tegundir af reyktum og gröfnum gæsabringum. Við erum líka með andabringur og sjófugl. Svo framleiðum við með- læti eins og sultaðan rauðlauk og sultaðan jólalauk með eplum og trönuberjum til að nefna eitthvað, einnig erum við með hindberja- súkkulaði vinai grette, bláberja vinaigrette og fleiri bragðtegund- ir,“ segir Elsa og bætir við að margir komi í heimsókn til þeirra ár eftir ár til að smakka góðgætið sem Silli töfrar fram. Opið hús um helgina Í ár hafa hjónin ásamt börnum þeirra, Grétari Jóhannesi og Petrósu Maríu, opnað verslun á Kársnes- braut 112 þar sem hægt er að skoða úrvalið af þeim rúmlega 30 vörum sem Silli hefur búið til, sem og úrval frá öðrum smáframleiðendum eins og Lindarbrekku, Holti og heiðum, Rjómabúinu Erpsstöðum og síðan fallegt handverk frá Uglu hand- verki. „Við verðum með opið hús í búðinni á fimmtudag, föstudag og laugardag frá klukkan 12-20. Þar verður hægt að smakka vörurnar okkar og fólk getur svo valið hvað það vill í jólamatinn,“ segir Silli. Silli býr til hefðbundna rétti úr villibráðinni, en hann hefur líka gaman af að prófa sig áfram með nýjar útfærslur. Hann hefur meðal annars búið til anísgæs, sem er reykt gæsabringa með eftirkeim af lakkrís og nýtt með henni í ár er peru-lakkrís vinaigrette og jólagæsabringu sem er marineruð í hvítvíni eplum og kanil og er þurrkuð og kaldreykt. Elsa, konan hans, segir að stundum haldi hún að hann sé ekki með öllum mjalla þegar hann stingur upp á nýjum útfærslum. „Eins og kaldreyktri barbeque- gæsabringu. Hún reyndist svo algjört lostæti, skorin í þunnar sneiðar og borðuð eins og snakk, eða því nýjasta: ,,bauninni“ en það er grafin og kaldreykt gæsabringa sem hefur verið grafin meðal ann- ars með kakóbaunum frá Madaga- skar sem við fáum hjá Omnom,“ segir hún hlæjandi. Girnilegar jólakörfur Í búðinni á Kársnesbrautinni er einnig hægt að skoða úrval af villi- bráðarjólakörfum sem innihalda bland af því besta af villibráðar- réttum Silla auk spennandi með- lætis. „Jólakörfurnar hafa verið mjög vinsælar hjá fyrirtækjum sem jólagjafir til starfsfólksins, en við seljum þær líka til einstaklinga. Gjafakörfurnar eru spennandi val- kostur sem hittir í mark,“ segir Silli. Hjónin Silli og Elsa reka einnig veisluþjónustu, en þar sem lítið hefur verið um veislur undanfarið hafa þau einnig rekið matarvagn til að f leiri eigi möguleika á að smakka góðgæti úr villibráð. Vagninn verður á ferðinni fyrir jólin og hægt verður að fylgjast með ferðum hans á Facebook-síð- unni sillikokkur.is matarvagn. n Nánari upplýsingar um gjafakörf- urnar og vörurnar má finna á silli- kokkur.is. Opnunartími jólabúðar- innar er auglýstur á Facebook síðunni sillikokkur.is. Villibráðargjafakörfur og spennandi jólabúð Silli kokkur býr til gjafakörfur með girnilegum réttum úr villibráð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þau hjónin reka líka matarvagn sem er á ferðinni á aðventunni. MYND/AÐSEND Stjörnuparið Zendaya og Tom Holland heilluðu fjölmiðla upp úr skónum í myndatöku til að kynna Spider-Man: No Way Home um helgina. Þau töluðu um samband sitt og voru sér- lega glæsileg, en föt Zendaya voru greinileg skírskotun í vefi Köngulóarmannsins. oddurfreyr@frettabladid.is Leikararnir Tom Holland og Zendaya eru á fullu að kynna nýju Spider-Man myndina, sem verður frumsýnd 17. desember. Um síðustu helgi mættu þau saman í myndatöku í London sem var hluti af kynningu myndarinnar og gáfu fjölmiðlum um leið smá innsýn í samband sitt, sem þau héldu lengi leyndu. Zendaya mætti í fötum frá Alex- ander McQueen, sem voru greini- lega með vísun í vefi Köngulóar- mannsins, en hún er vön að vera í klæðnaði sem hefur skírskotun til kvikmyndanna sem hún er að kynna. Tom Holland var sjálfur í leðurjakka, hnepptri skyrtu og svörtum buxum frá Celine, en Law Roach er stílisti þeirra beggja. Parið geislaði af gleði og þau áttu erfitt með að slíta augun hvort af öðru. Þau röbbuðu við fjölmiðla um alla athyglina sem samband þeirra fær og voru sammála um að vera ekki sérlega hrifin af henni. Í nóvember sögðu þau við tísku- tímaritið GQ að það hefði ekki verið ætlunin að greina frá sam- bandi þeirra opinberlega, en upp komst um það í júlí þegar myndir náðust af þeim að kyssast. Zendaya sagði að áhugi fólks á sambandinu væri „frekar skrítinn og furðulegur og ruglandi og óþægilegur“ og Holland sagði um kossaflensið sem náðist á mynd að einn af ókostum frægðarinnar væri að geta ekki haft stjórn á því hvað þau gera opinbert. Þeim fannst eins og þau hefðu verið rænd einkalífinu. Hjálpaði Holland að höndla frægðina Þau töluðu líka um stuðninginn sem þau hafa veitt hvort öðru við gerð þríleiksins um Köngulóar- manninn. Holland byrjaði á því að slá Zendayu gullhamra og tala um hvað hún liti fallega út, eins og alltaf, og að hún væri vitur eins og ugla. Zendaya sagði sjálf að hún væri gömul sál og fólk kallaði hana oft ömmu, sem henni þætti ekkert slæmt. Holland sagði líka að stuðningur og félagsskapur Zendayu í gegnum gerð kvikmyndanna um Spider- Man hefði skipt hann miklu máli, ekki síst þar sem þau voru að miklu leyti að ganga í gegnum það sama. Hann sagði líka að það hefði gjörsamlega breytt lífi hans að verða Köngulóarmaðurinn, því persónan er svo vel þekkt um allan heim og það hefði verið ótrúlega gagnlegt að geta fengið ráð og aðstoð frá Zendayu, sem hefur sjálf langa reynslu af því að vera fræg, en hún sló fyrst í gegn á Disney- sjónvarpsstöðinni. Zendaya tók undir mikilvægi þess að veita hvort öðru stuðning og vera til staðar fyrir hvort annað þegar eitthvað bjátar á. Hún sagðist líka hafa haft samkennd með Holland, sem varð ofurfrægur á mjög skömmum tíma, á meðan hún bjó að því að verða fræg hægt og rólega. Hún hjálpaði honum því að fóta sig á frægðarbrautinni. n Ástfangin og glæsileg á rauða dreglinum Stjörnuparið Zendaya og Tom Holland gat varla litið hvort af öðru í mynda- tökunni um síðustu helgi. Þau töluðu við blaðamenn um hve mikilvægt það hefði verið að styðja hvort annað við gerð Spider-Man þríleiksins. Föt Zendayu, sem eru eftir hönnuðinn Alexander McQueen, voru greinileg vísun í vefi Köngulóarmannsins, en Tom Holland var í fatnaði frá Celine. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 8 kynningarblað A L LT 9. desember 2021 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.